Innflutningstollskýrslur
Listi yfir innflutningstollskýrslur í kerfinu.
Upplýsingar
Staða:
Staða tollskýrslu. Möguleikar eru: Opin, Send, Á villu, Skuldfært.
Nr.:
Númer tollskýrslu, sótt sjálfkrafa úr númeraröð.
Dags stofnað:
Dagsetning sem tollskýrslan var stofnuð.
Starfsmaður:
Starfsmaður sem bjó til tollskýrslu og mun senda í sínu nafni til tolls.
Nr. sendanda:
Númer lánardrottins vegna innflutnings.
Nafn sendanda:
Nafn lánardrottins vegna innflutnings.
Sendingarnúmer:
Sendingarnúmer til tolls (gefið af farmflytjanda).
Pöntunarnúmer:
Pöntunarnúmer á innkaupapöntuninni sem er í tollskýrslunni. Ef það eru margar innkaupapantanir í tollskýrslunni, þá sýnir kerfið bara númer fyrstu pöntunarinnar.
Gjaldmiðill heildarupphæðar:
Gjaldmiðilskóti á tollskýrslu.
Heildarupphæð reiknings:
Heildarupphæð reiknings eða reikninga á tollskýrslu.
Afhendingarskilmáli:
Afhendingarskilmáli á tollskýrslu.
Stykkjatala (fjöldi umbúðaeininga):
Stykkjatala send til tolls.
Brúttóþyngd:
Heildar brúttóþyngd á tollskýrslu.
Aðgerðir úr listanum
Nýtt skjal með aðstoð:
Ef valið er "Nýtt" opnast tómt tollskýrsluspjald og þarf að fylla út frá grunni. Ef valið "Nýtt með aðstoð" stofnast tollskýrsla út frá þeim upplýsingum sem eru fyllt inn á spjaldinu. Sjá nánari lýsingu hér.