Hoppa yfir í efnið

Notendur Viðskiptavinavefs

Til að tengja viðskiptavinavefsnotanda við notanda í Microsoft Dynamics 365 Business Central þarf að nota Ytri notendur Rue de Net, áður þekkt sem NetAuthenticator, og stofna NA notanda.

Þegar aðgerðin er valin í uppsetningu viðskiptavinavefs opnast NA notandalisti.

NA notendalisti
NA notendalisti

  1. Velja Nýtt til að stofna nýjan notanda.
    NA notandaspjald
    NA notandaspjald
    Hér þarf bara að fylla út Notandakenni og tölvupóstfang.
  2. Velja Lykilorð og annaðhvort úthluta lykilorði eða senda handahófskennt lykilorð.
    NA nýtt lykilorð notanda
    NA nýtt lykilorð notanda
    Ef er valið að senda handahófskennt lykilorð þá fær notandinn lykilorð sent í tölvupósti.
  3. Skoða notandahlutverk.
    NA hlutverk notanda
    NA hlutverk notanda
    Notandahlutverkið tengir NA notandann við viðskiptavin sem á að fá aðgang að viðskiptavinavefnum. Því þarf að velja Hlutverk = Customer og svo númer viðskiptamanns í reitnum "Fyrir hönd".