Notendur Viðskiptavinavefs
Til að tengja viðskiptavinavefsnotanda við notanda í Microsoft Dynamics 365 Business Central þarf að nota Ytri notendur Rue de Net, áður þekkt sem NetAuthenticator, og stofna NA notanda.
Þegar aðgerðin er valin í uppsetningu viðskiptavinavefs opnast NA notandalisti.
- Velja Nýtt til að stofna nýjan notanda. Hér þarf bara að fylla út Notandakenni og tölvupóstfang.
- Velja Lykilorð og annaðhvort úthluta lykilorði eða senda handahófskennt lykilorð. Ef er valið að senda handahófskennt lykilorð þá fær notandinn lykilorð sent í tölvupósti.
- Skoða notandahlutverk. Notandahlutverkið tengir NA notandann við viðskiptavin sem á að fá aðgang að viðskiptavinavefnum. Því þarf að velja Hlutverk = Customer og svo númer viðskiptamanns í reitnum "Fyrir hönd".