Hoppa yfir í efnið

Setja upp verkraðarfærslu

Verkraðarfærslur eru notaðar til að keyra tiltekna aðgerð eða skýrslu sjálfkrafa.

Hægt er að stilla þeim til að keyra með reglulegu millibili eða bara einu sinni.

Hér verður tekið dæmi um innlestur á gengi gjaldmiðla.

Athugið að einungis notendur með aðgangsheimilun SUPER geta keyrt verkraðarfærslur.

  1. Opna Verkraðarfærslur. alt text
  2. Velja Nýtt. alt text
  3. Velja Hlutategund í keyrslu, annað hvort Skýrsla eða Codeunit. Í okkar tilfelli veljum við Codeunit.
  4. Velja Hlutakenni í keyrslu sem er númer á skýrslunni eða codeunit. Í okkar tilfelli veljum við 1281 Uppfæra gengi gjaldmiðla.
  5. Velja fyrst byrjunardags. og tíma sem er dagsetning og tími sem keyrslan á að fara í gang í fyrsta skipti.
  6. Velja svo hvernig endurtekningin eigi að virka. T.d. alla daga vikunar, milli kl. 8 og 17 og með klukkustund millibili. alt text
  7. Nú er allt tilbúið til að setja verkraðarfærslan í gang. Til þess þarf að velja aðgerðin Setja á tilbúið.
  8. Staðan breytist úr í bið í Tilbúið. alt text
  9. Til þess að sjá hvort færslan hafi keyrt er hægt að velja Vinna - Skrárfærslur. alt text
  10. Ef verkraðarfærslan er með stöðu Villa þá er hægt að velja Vinna - Sýna villu til að átta sig á því hvað veldur villu og leiðrétta.
  11. Athugið að það þarf alltaf að setja verkraðarfærslu á bið til að leiðrétta og svo aftur á Tilbúið.

Verkraðarfærslur geta verið notaðar fyrir mismunandi keyrslur:

  1. Keyra skýrslur sjálfkrafa, t.d. prenta prófjöfnuð á hverjum mánudagsmorgni.
  2. Keyra sjálfkrafa samþættingu milli Business Central og annara kerfi.
  3. Bóka sjálfkrafa sölu og/eða innkaupaskjöl í bakgrunni (til að koma í veg fyrir læsingar ef margir notendur bóka sölu og/eða innkaupaskjöl á sama tíma). Sjá nánari lýsingu hér.