Hoppa yfir í efnið

Notkun kostnaðarauka

Kostnaðaraukar eru notaðir til að bóka kostnað á birgðafærslu (t.d. flutningskostnaður, trygging, tollagjöld o.fl). Hægt er að stofna eins marga kostnaðarauka og nauðsynlegt er en hver kostnaðarauki getur verið tengdur við bókhaldslykla m.v. bókunarflokka. Hægt er að úthluta kostnaðarauka á pöntun, reikning og kreditreikning, bæði í sölu og innkaupum.

Fyrir sölu eða innkaupaskjöl er hægt að úthluta kostnaðarauka á tvenna vegu: * Á skjalinu þar sem vörurnar eru skráðar og sem eru tengdir við kostnaðarauka * Á aðskilinn reikning með því að tengja kostnaðarauka með bókaða móttöku eða afhendingu þar sem vörurnar eru skráðar og sem eru tengdir við kostnaðarauka.

Hér verður fjallað um notkun kostnaðarauka í innkaupaskjölum.

Stofna kostnaðarauka

  1. Opna Kostnaðaraukar. alt text
  2. Stofna nýjann kostnaðarauka með því að fylla í Nr., Heiti, Alm. vörubókunarflokkur og VSK vörubókunarflokkur.

Úthlutun kostnaðarauka á innkaupum

  1. Til þss að geta notað kostnaðarauka þarf fyrst að leyfa móttöku við innkaup í innkaupagrunni (og afhending við sölu í sölugrunni ef við á). alt text
  2. Búa til innkaupareikning með vörum. alt text
  3. Bóka innkaupareikninginn og þá bókast innkaupamóttakan í leiðinni. alt text
  4. Búa til innkaupareikning fyrir kostnaðinn. alt text
  5. Velja Magn til úthlutunar sem er 0. Þá opnast glugginn Skipting kostnaðarauka. alt text
  6. Velja Kostnaðarauki - Sækja móttökulínur. Velja móttökulínur sem verið var að bóka. alt text
  7. Velja Kostnaðarauki - Leggja til skipting kostnaðarauka. alt text
  8. Kerfið sýnir núna hvernig kostnaðaraukar munu úthlutast per innkaupamóttöku. alt text
  9. Magn til úthlutunar á innkaupareikningslínu er núna 1. alt text
  10. Bóka innkaupareikninginn.
  11. Skoðum núna birgðafærslu sem myndast eftir að beinn kostnaður og kostnaðaraukareikninginn var bókaður. alt text

Úthlutun kostnaðarauka á sama innkaupareikning

Hægt er að skrá kostnaðarauka á sama reikning en þá þarf að bóka móttöku vörurnar áður en hægt er að ákveða skiptingu kostnaðarauka.