Hoppa yfir í efnið

Innheimtubréf / áminningar

Kerfið getur búið til innheimtubréf eða áminningu fyrir viðskiptamenn með útistandandi skuld.

Hér að neðan verður útskýrt hvernig hægt er að stofna og senda innheimtubréf til viðskiptavina.

Setja upp skilmála innheimtubréfa

  1. Opna Skilmálar innheimtubréfa. alt text
  2. Stofna skilmála til að geta úthlutað þeim á hvern viðskiptamann.
  3. Hægt er að stofna Stig innheimtubréfa til að reikna biðtíma, vanskilagjald o.s.frv. alt text

Úthluta skilamála innheimtubréfa til viðskiptavina

  1. Opna viðskiptamannaspjald.
  2. Færa viðeigandi skilmála innheimtubréfa undir flipanum Greiðslur. alt text

Stofna innheimtubréf

  1. Opna Innheimtubréf. alt text
  2. Velja Vinnsla - Stofna innheimtubréf og fylla inn í Bókunardags. og Dags. fylgiskjals fyrir stofnuðun innheimtubréfa.
    alt text
  3. Kerfið byrjar að búa til innheimtubréf. alt text
  4. Listi yfir stofnuð innheimtubréf birtist. alt text
  5. Opna innheimtubréfið til að sjá á hvaða gjaldföllnum færslum bréfið byggist. alt text

Senda innheimtubréf

  1. Í listanum yfir innheimtubréf, velja Vinnsla - Útgáfa. Velja Email eða Prentara og svo bókunardags. innheimtubréfs. alt text
  2. Ef Email var valið, sendist innnheimtubréfið sem PDF í tölvupósti á netfangið sem tilgreint er á viðskiptamannaspjaldi. Annars sækir kerfið skýrsluna. alt text
  3. Hægt er að senda mörg innheimtubréf í einu með því að merkja þau í listanum og velja Vinnsla - Útgáfa.
  4. Send innheimtubréf hverfa úr listanum Innheimtubréf en þau er hægt að skoða í listanum Send innheimtubréf. alt text