Hoppa yfir í efnið

Bóka skjöl í bakgrunni

Hægt er að stilla upp kerfið þannig að sölu- og/eða innkaupaskjöl eru bókuð í bakgrunni, til að koma í veg fyrir læsingar ef margir notendur bóka sölu- og/eða innkaupaskjöl á sama tíma

Hér verður fjallað um bókun sölureikninga í bakgrunni.

  1. Opna Sölugrunnur. alt text
  2. Setja hak í reitinn Bóka með verkröð (ef það á að prenta líka þarf að setja hak í Bóka og Prenta með verkröð).
  3. Fylla reitinn Flokkakóði verkraðar með SÖLUBÓKUN.
  4. Ef reiturinn Skýrslufrálagsgerð er fylltur út með PDF, verða PDF afrit af reikningum til staðar undir Skýrslur í hlutverkasetri eftir bókun.
  5. Búa til verkraðarfærslu fyrir bókun í bakgrunni. Codeunitið er númer 297 fyrir Sölureikningar. alt text
  6. Muna að setja afmörkun fyrir skýrsluna, t.d. á Sölureikningar með stöðu Útgefin. Haka í reitinn Valkostir skýrslubeiðnisíðu til opna beiðnisíðu og fylla með afmörkunum, t.d. á reitnum Staða og velja Í lagi. alt text
  7. Haka í alla reiti í flipanum Endurtekning og velja upphafs- og lokatími (t.d. kl. 16 til 18). alt text
  8. Setja verkraðarfærslu á Tilbúið.
  9. Nú munu sölureikningar með stöðu Útgefið bókast á hverjum degi kl. 16.

Sjá frekari upplýsingar um verkraðarfærslum hér.

Fylgjast með bókun í bakgrunni

  1. Verkraðarfærslan fer á villu ef ekki er hægt að bóka sölureikninga.
  2. Opna verkraðarfærsluna og velja Sýna villur. alt text
  3. Verkröðin gat ekki bókað sölureikninga vegna þess að það var skylda að skrá víddir á reikninginn. Fyrst þarf að leiðrétta skráninguna.
  4. Svo þarf að setja verkraðarfærsluna aftur af stað.
  5. Hægt er að sjá reikningana sem voru á villu í lista Sölureikninga. alt text
  6. Smella á gildið Villa á listanum til að sjá hver villan er. alt text