Hoppa yfir í efnið

Afmarkanir á lista

Hér verða útskýrðar leiðir til að afmarka lista í Business Central. Listi yfir viðskiptamenn verður notaður sem dæmi fyrir afmörkun á reit en bókhaldslyklar fyrir afmörkun á samtölur.

Afmarka eftir reit

  1. Opna Viðskiptamenn og velja Afmörkun á lista. alt text
  2. Velja reitinn sem á að afmarka, t.d. Staða (SGM) og fylla með gildi í afmörkun. Nú breytist listann í afmarkaðann lista með eingöngu viðskiptamenn sem eru með stöðu. alt text
  3. Hægt er að afmarka lista frá öllum reitum, hægt er að afmarka á orð, tölu, bil, o.fl. Hér að neðan verður útskýrt nokkrum dæmum um afmörkunargildi.
  4. Hægt er að vista afmarkaða lista undir nýju nafni. Sjá nánari lýsingu hér.

Afmarka eftir samtölu

  1. Opna Bókhaldslykill og velja Afmörkun á lista. alt text
  2. Velja Afmarka eftir samtölu og hvaða samtöla á að afmarka eftir, t.d. dags.afmörkun. Nú breytast tölurnar á listanum til að sýna samtals á því tímabili sem dags. afmörkun gildir. alt text
  3. Hægt er að vista afmarkaða lista undir nýju nafni. Sjá nánari lýsingu hér.

Afmörkunargildi

Bil (..):

1100..2100 : Númer 1100 til 2100.
..2500 : Til og með 2500.
2500.. : Frá og með 2500.
..311221 : Dagsetningar til og með 31.12.2021.

Eða (|):

1200|1300 : Talan 1200 eða 1300.

Er ekki jafnt og (<>):

<>0 : Allar tölur nema 0.

Stærra en (>) og stærra og jafnt en (>=):

>10 : Allar tölur stærra en 10 (10 ekki innifalið).
>=10 : Allar tölur stærra en 10 (10 innifalið).
Sama formúla fyrir minna en og minna og jafnt en.

Og (&):

200&300 : Tölurnar 200 og 300.

Sami stafur (''):

'man' : Texti sem passar nákvæmlega við "man" og í sömu leturgerð.

Óháð leturgerð (@):

@man' : Texti sem passar nákvæmlega við "man" óháð leturgerð.

Margar óþekktar stafir (*):

Co: Texti sem inniheldur "Co" og í sömu leturgerð.
*Co: Texti sem endar á "Co" og í sömu leturgerð.
Co*: Texti sem byrjar á "Co" og í sömu leturgerð.

Óþekktur stafur (?):

Hans?n : Texti eins og Hanson eða Hansen.

Blanda saman tákn til að afmarka:

5999|8100..8490 : Skilar allar tölur með 5999 innifalið eða tölu á bilinu 8100 til 8490.
>50&<100 : Skilar tölur stærri en 50 en minni en 100 (sama og 51..100).