Útlit fylgiskjala viðskiptamanna
Hægt er að nota mismunandi útlit fylgiskjala fyrir viðskiptamenn og lánardrottna. T.d. er hægt að stilla þannig að viðskiptavinur A fái útliti A en viðskiptavinur B fái útliti B. Hér verður fjallað um útlit fylgiskjala viðskiptamanna en hægt er að setja upp það sama fyrir lánardrottna.
- Opna Viðskiptamannaspjald.
- Opna Tengt - Viðskiptamaður - Útlit fylgiskjals.
- Velja notkun, t.d. Reikningur.
- Velja kenni skýrslu t.d. 1306
- Velja lýsingu á sérstilltu útliti, t.d. Rautt.
- Skrá netfang viðskiptamanns fyrir þessa skýrslu. Kerfið heimilar að senda mismunandi útlit skýrslu á mismunandi netföng fyrir sama viðskiptamann. Hægt er að nota aðgerðina Velja netfang úr tengiliðum til að skrá útlit fylgiskjals per tengilið.
- Hægt er að nota útlit fylgiskjals til að senda tilboð, reikninga, kreditreikninga, áminningar, viðskiptamannayfirlit o.fl.