Hoppa yfir í efnið

Loka fjárhagsári

Hér eru leiðbeiningar um hvernig á að loka fjárhagsári í Business Central.

Loka fjárhagstímabilinu

  1. Opna fjárhagstímabil og stofna árið sem er verið að loka ef það er ekki til fyrir. alt text
  2. Velja janúar þess árs sem á að loka og velja Vinna - Loka ári. alt text
  3. Samþykkja lokunina þegar spurningin kemur upp. alt text
  4. Árið hefur nú verið merkt Lokað. alt text

Bóka lokun rekstrarreiknings

  1. Leita að Loka rekstrarreikningi. alt text
  2. Lokadagsetning reikningsárs er 31.12 þess árs sem á að loka.
  3. Velja sniðmát færslubókar og færslubókarkeyrslu fyrir færslubókina sem skal búa til lokafærslurnar í.
  4. Velja fylgiskjalsnúmerið (t.d. LOKUN2018).
  5. Velja bókhaldslykilinn "Óráðstafað eigið fé".
  6. Velja lýsinguna sem á að notast við (t.d. Lokun rekstrarreiknings 2018).
  7. Smella á Í lagi.
    alt text
  8. Opna færslubókina og bóka hana.