Leiðrétta gengi
Ef gengi gjaldmiðla hefur ekki verið uppfært en færslur hafa verið bókaðar á eldri gengi, er hægt að nota keyrsluna Leiðrétta gengi til að uppfæra viðskiptamnanna-, lánardrottna- og bankareikningsfærslur skv. nýju gengi.
Hér eru leiðbeiningar um hvernig keyrslan til að leiðrétta gengi virkar.
- Gengi hefur verið skráð eða uppfært á dagsetningu.
- Færslur hafa verið bókaðar áður en gengi var uppfært sem þýðir að upphæð (SGM) erlendra færsla er röng og þarf að leiðrétta.
- Opna Leiðrétta gengi.
- Fylla inn frá hvaða dagsetningu til hvaða dagsetningar á að leiðrétta, bókunardagsetning fyrir gengismun í fjárhag og númer fylgiskjals.
- Sjálfkrafa er fyllt út í Leiðrétta viðsk.mann, lánardrottna og bankaareikninga.
- Ef bókhaldið er í öðrum gjaldmiðli þarf að hafa hak í Leiðrétta fjárhagsreikning fyrir annan gjaldmiðill.
- Keyrslan fer yfir allar færslur á tímabilinu þar sem gengi gjaldmiðils hefur verið breytt eftir bókun. Keyrslan notar Reikning gengishagnað og gengistap til að bóka gengismun í fjárhagnum (sjá Gjaldmiðlar).