Leiðrétta reikning
Hér verður fjallað um leiðréttingu á sölureikningi. Svipuð aðgerð er til fyrir innkaupareikning.
Leiðrétta:
- Opna bókaðan sölureikning og velja Aðgerðir - Leiðrétta - Leiðrétta.
- Með því að velja Leiðrétta verður bókaði reikningurinn kreditfærður og nýr reikningur verður búinn til svo hægt sé að gera leiðréttinguna. Svara Já við spurningunni.
- Ef bókaður sölureikningur er ekki lengur opinn (jafnaður að fulla með greiðslu t.d.) þá er ekki hægt að nota aðgerðina Leiðrétta og þarf þá að stofna kreditreikning handvirkt. Sjá neðar.
- Bókaður sölukreditreikningur jafnast sjálfkrafa við bókaðan sölureikning þannig að eftirstöðvar eru 0.
- Breyta nú stofnaðan sölureikning og bóka hann. Þar með er búið að leiðrétta sölureikninginn.
Hætta við:
- Opna bókaðan sölureikning og velja Aðgerðir - Leiðrétta - Hætta við.
- Með því að velja Hætta við verður sölukreditreikningur búinn til og bókaður til að bakfæra bókaðan sölureikning. Svara Já við spurningunni.
- Bókaður sölukreditreikningur jafnast sjálfkrafa við bókaðan sölureikning þannig að eftirstöðvar eru 0.
Stofna kreditreikning handvirkt:
- Stofna sölukreditreikning og velja Undirbúa - Afrita skjal.
- Velja Bókaður sölureikningur og viðeigandi númer. Haka í Taka haus með til að afrita upprunaleg reikninginn. Velja Í lagi.
- Sölukreditreikningurinn er núna fylltur út með öllum upplýsingum frá upprunalega reikningnum. Efst í línunum er vísað í reikningsnúmerið auk þess sem það er fyllt út í jöfnunarnúmeri reikningsins. Nú má kreditfæra að fullu eða breyta kreditreikning til að kreditfæra að hluta.
- Bóka sölukreditreikninginn.