Hoppa yfir í efni

Grunnstillingarpakkar

Grunnstillingarpakkar eða Rapidstart eins og áður var kallað eru notaðir til að lesa inn gögn auðveldlega í kerfinu.

Annað hvort er um innlestur á gögnum að ræða þar sem gögnin voru ekki til staðar, eða breytingar á gögnum sem þarf að lesa inn í kerfinu. T.d. fylla kóti. Hér verður tekið dæmi um innlestur á viðskiptamannaskrá úr Excel skjali með grunnstillingarpakka.

Lesa inn ný gögn

  1. Opna Grunnstillingarpakkar. alt text
  2. Velja Nýtt. alt text
  3. Fylla í reitina Kóti og Sendingarnafn.
  4. Setja hak í reitinn Útiloka grunnstillingartöflur þannig að kerfið muni ekki bæta við stillingartöflum í pakkanum.
  5. Velja kóti töflu í línum eins og á að vinna með, t.d. 18 Viðskiptamaður.
  6. Svara nei við spurningu um að athuga tengdar töflur.
  7. Hér sést að það eru 106 reitir í töflunni og 26 viðskiptamenn skráðir í töflunni.
  8. Velja Pakki - Flytja út í Excel.
    alt text
  9. Excel vinnublaðið er flutt út. alt text
  10. Ef það á að bæta við viðskiptamönnum þá er best að eyða línunum og fylla aftur með nýjum viðskiptavinum. Athugið að einungis línurnar með bakgrunni í bláu og hvítu eru lesin inn. Hér er dæmið um hvernig hægt er að fylla inn með nýjum viðskiptavini. alt text
  11. Opna aftur grunnstillingarpakkann og velja Pakki - Flytja inn úr Excel og velja svo Excel skjalið. alt text
  12. Velja Import í forskoðun á innfluttum skilgreiningarpakka. alt text
  13. Fjöldi sendingarskýrslna er orðinn 2 í grunnstillingarpakkanum. alt text
  14. Velja Vinnsla - Nota pakka. alt text
  15. Ef engin villa finnst eru færslur staðfestar sem settar voru inn. alt text
  16. Nú er fjöldi sendingarskýrslna orðinn 0 og fjöldi gagnagrunnsfærslna hefur hækkað um 2 í 28 viðskiptamenn. alt text

Lesa inn breytt gögn

  1. Opna Grunnstillingarpakkar. alt text
  2. Velja Nýtt. alt text
  3. Fylla í reitina Kóti og Sendingarnafn.
  4. Setja hak í reitinn Útiloka grunnstillingartöflur þannig að kerfið mun ekki bæta við stillingartöflum í pakkann.
  5. Velja kóti töflu í línum eins og á að vinna með, t.d. 18 Viðskiptamaður.
  6. Svara nei við spurningu um að athuga tengdar töflur.
  7. Hér sést að það eru 106 reitir í töflunni og 26 viðskiptamenn skráðir í töflunni.
  8. Velja Pakki - Flytja út í excel. alt text
  9. Excel vinnublaðið er flutt út. alt text
  10. Nú á að breyta kóti greiðsluskilmála á öllum viðskiptamönnum í LM líðandi mánuð. alt text
  11. Opna aftur grunnstillingarpakkann og velja Pakki - Flytja inn úr Excel og velja svo Excel skjalið. alt text
  12. Velja Import í forskoðun á innfluttum skilgreiningarpakka. alt text
  13. Fjöldi sendingarskýrslna er orðinn 28 í grunnstillingarpakkanum þar sem breytingar hafa verið gerðar á öllum viðskiptamönnum í Excel skjalinu. alt text
  14. Velja Vinnsla - Nota pakka. alt text
  15. Ef engin villa finnst eru færslur staðfestar sem settar voru inn. alt text
  16. Nú er fjöldi sendingarskýrslna orðinn 0 og en fjöldi gagnagrunnsfærslna er áfram 28 viðskiptamenn. alt text

Afmarka gögn á nokkrum reitum

  1. Ef það á að lesa inn eða breyta gögnum bara á nokkrum reitum, er hægt að afmarka á þeim þannig að Excel skjal sýni bara þá reiti sem notandinn vill vinna með.
  2. Tökum dæmi um viðskiptamann með reitunum Bókunarflokkur viðskiptamanns og Kóti greiðsluskilmála.
  3. Opna grunnstillingarpakka og smella á fjöldi tiltækra svæða. Það er fjöldi reita í töflunni Viðskiptamenn. alt text
  4. Pakkareitir grunnstillingar opnast og sýnir alla reitir sem í boði eru. alt text
  5. Velja Breyta lista og svo Fjarlægja innifalið. Hökin í reitunum Innifalið svæði hreinsast. alt text
  6. Haka í reitinn sem á að lesa inn. alt text
  7. Athugið að hægt er að flytja reiti upp og niður á listanum til að breyta röðun á Excel skjalinu.
  8. Loka gluggann og velja Pakki - Flytja út í Excel.
  9. Excel vinnublaðið sýnir núna einungis 3 reiti, Númer viðskiptamanns, Bókunarflokkur viðskiptamanns og Kóti greiðsluskilmála.

    alt text

Vinna úr villum eftir innlestri í grunnstillingapakka

Nú veljum við kóti greiðsluskilmála sem er ekki til í Business Central, t.d. 30D.

  1. Reynum að lesa aftur inn Excel skjalið í grunnstillingapakka.
  2. Villur finnast þegar við keyrum aðgerðina Vinnsla - Nota pakka. alt text
  3. Grunnstillingarpakki sýnir fjölda villna. alt text
  4. Velja Pakki - Sýna villur. alt text
  5. Ef um fáa færslur er að ræða, er hægt að smella á Færslukenni og handleiðrétta Kóti greiðsluskilmála, t.d. í LM og smella svo á Í lagi. alt text
  6. Þegar allar færslur hafa verið breyttar, er hægt að velja aftur Vinnsla - Nota pakka og sjá hvort keyrslan skilar árangri.
  7. Annars er hægt að leiðrétta Excel skjal og lesa inn aftur og nota pakka aftur til að ná árangri. Velja að svara Já við spurningunni um að yfirskrifa færslur sem eru nú þegar í grunnstillingarpakka. alt text

Flytja út og inn pakka

  1. Ef það á að nota sömu pakka með sömu gögn í öðru fyrirtæki í grunninum er hægt að flytja út pakka. Velja Vinnsla - Flytja út pakka. alt text
  2. Pakkinn er kominn í Downloads.
  3. Opna hin fyrirtækin, leita að grunnstillingar pakkar og velja Vinnsla - Flytja inn pakka. alt text
  4. Velja Vinnsla - Nota pakka.
  5. Ef engar villur eru, eru núna allir viðskiptamenn frá öðru fyrirtæki stofnaðir í hinu fyrirtækinu.