Bóka skjöl í bakgrunni
Hægt er að stilla upp kerfið þannig að sölu- og/eða innkaupaskjöl eru bókuð í bakgrunni, til að koma í veg fyrir læsingar ef margir notendur bóka sölu- og/eða innkaupaskjöl á sama tíma
Hér verður fjallað um bókun sölureikninga í bakgrunni.
- Opna Sölugrunnur.
- Setja hak í reitinn Bóka með verkröð (ef það á að prenta líka þarf að setja hak í Bóka og Prenta með verkröð).
- Fylla reitinn Flokkakóði verkraðar með SÖLUBÓKUN.
- Ef reiturinn Skýrslufrálagsgerð er fylltur út með PDF, verða PDF afrit af reikningum til staðar undir Skýrslur í hlutverkasetri eftir bókun.
- Búa til verkraðarfærslu fyrir bókun í bakgrunni. Codeunitið er númer 297 fyrir Sölureikningar.
- Muna að setja afmörkun fyrir skýrsluna, t.d. á Sölureikningar með stöðu Útgefin. Haka í reitinn Valkostir skýrslubeiðnisíðu til opna beiðnisíðu og fylla með afmörkunum, t.d. á reitnum Staða og velja Í lagi.
- Haka í alla reiti í flipanum Endurtekning og velja upphafs- og lokatími (t.d. kl. 16 til 18).
- Setja verkraðarfærslu á Tilbúið.
- Nú munu sölureikningar með stöðu Útgefið bókast á hverjum degi kl. 16.
Sjá frekari upplýsingar um verkraðarfærslum hér.
Fylgjast með bókun í bakgrunni
- Verkraðarfærslan fer á villu ef ekki er hægt að bóka sölureikninga.
- Opna verkraðarfærsluna og velja Sýna villur.
- Verkröðin gat ekki bókað sölureikninga vegna þess að það var skylda að skrá víddir á reikninginn. Fyrst þarf að leiðrétta skráninguna.
- Svo þarf að setja verkraðarfærsluna aftur af stað.
- Hægt er að sjá reikningana sem voru á villu í lista Sölureikninga.
- Smella á gildið Villa á listanum til að sjá hver villan er.