Afmarkanir á lista
Hér verða útskýrðar leiðir til að afmarka lista í Business Central.
Listi yfir viðskiptamenn verður notaður sem dæmi fyrir afmörkun á reit en bókhaldslyklar fyrir afmörkun á samtölur.
Afmarka eftir reit
- Opna Viðskiptamenn og velja Afmörkun á lista.
- Velja reitinn sem á að afmarka, t.d. Staða (SGM) og fylla með gildi í afmörkun. Nú breytist listann í afmarkaðann lista með eingöngu viðskiptamenn sem eru með stöðu.
- Hægt er að afmarka lista frá öllum reitum, hægt er að afmarka á orð, tölu, bil, o.fl. Hér að neðan verður útskýrt nokkrum dæmum um afmörkunargildi.
- Hægt er að vista afmarkaða lista undir nýju nafni. Sjá nánari lýsingu hér.
Afmarka eftir samtölu
- Opna Bókhaldslykill og velja Afmörkun á lista.
- Velja Afmarka eftir samtölu og hvaða samtöla á að afmarka eftir, t.d. dags.afmörkun. Nú breytast tölurnar á listanum til að sýna samtals á því tímabili sem dags. afmörkun gildir.
- Hægt er að vista afmarkaða lista undir nýju nafni. Sjá nánari lýsingu hér.
Afmörkunargildi
Bil (..):
1100..2100 : Númer 1100 til 2100.
..2500 : Til og með 2500.
2500.. : Frá og með 2500.
..311221 : Dagsetningar til og með 31.12.2021.
Eða (|):
1200|1300 : Talan 1200 eða 1300.
Er ekki jafnt og (<>):
<>0 : Allar tölur nema 0.
Stærra en (>) og stærra og jafnt en (>=):
>10 : Allar tölur stærra en 10 (10 ekki innifalið).
>=10 : Allar tölur stærra en 10 (10 innifalið).
Og (&):
200&300 : Tölurnar 200 og 300.
Sami stafur (''):
'man' : Texti sem passar nákvæmlega við "man" og í sömu leturgerð.
Óháð leturgerð (@):
@man' : Texti sem passar nákvæmlega við "man" óháð leturgerð.
Margar óþekktar stafir (*):
Co: Texti sem inniheldur "Co" og í sömu leturgerð.
*Co: Texti sem endar á "Co" og í sömu leturgerð.
Co*: Texti sem byrjar á "Co" og í sömu leturgerð.
Óþekktur stafur (?):
Hans?n : Texti eins og Hanson eða Hansen.
Blanda saman tákn til að afmarka:
5999|8100..8490 : Skilar allar tölur með 5999 innifalið eða tölu á bilinu 8100 til 8490.
>50&<100 : Skilar tölur stærri en 50 en minni en 100 (sama og 51..100).