Stilla víddir á fjárhagslykla
Ef fyrirtækið notar víddir er hægt að stilla víddir á fjárhagslykla svo notendur skrái réttu víddir fyrir bókun.
- Opna fjárhagslykil.
- Velja Reikningur - Víddir.
Kóði áskilinn
Til að skylda notendur að skrá vídd og víddargildi fyrir bókun, er hægt að nota virðisbókun "Kóði áskilinn".
- Velja víddarkóti og gildiskóti víddar.
- Velja Kóði áskilinn í reitnum Virðisbókun.
- Nú ef notandi reynir að bóka á þessum fjárhagslykli án þess að skrá víddargildi þá mun koma villumelding.
Sami kóði
Til þess að skylda notendur að skrá tiltekin víddargildi fyrir bókun, er hægt að nota virðisbókun "Sami kóði".
- Velja víddarkóti og gildiskóti víddar.
- Velja Sami kóði í reitnum Virðisbókun.
- Nú ef notandi reynir að bóka á þessum fjárhagslykli án þess að skrá víddargildi þá mun koma villumelding.
Enginn kóði
Til þess að skylda notendur að sleppa að skrá víddargildi á tiltekinni vídd fyrir bókun, er hægt að nota virðisbókun "Enginn kóði".
- Velja víddarkóti og gildiskóti víddar.
- Velja Enginn kóði í reitnum Virðisbókun.
- Nú ef notandi reynir að bóka á þessum fjárhagslykli án þess að skrá víddargildi þá mun koma villumelding.
Svo er auðvitað hægt að setja upp mismunandi virðisbókun fyrir mismunandi víddar á sama fjárhagslykli.