Greiðslutillögur til lánardrottna
Aðgerðin leggur til greiðslu til lánardrottna út frá þeim forsendum sem notandi velur.
Þetta er gert undir RdN Útgreiðslubók.
Upplýsingar
Reitur | Lýsing |
---|---|
Síðasti greiðsludagur | Tilgreina síðasta greiðsludag fyrir tillögur. Kerfið leggur ekki til að greiða innkaupareikninga sem eru á gjalddaga eftir síðasta greiðsludag. |
Athuga aðra greiðslubunka | Ef hakað er í þennan reit athugar kerfið hvort greiðslan er þegar til í öðrum greiðslubunka. |
Leggja saman fyrir hvern lánardrottinn | Ef hakað er í þennan reit leggur kerfið saman allar greiðslutillögur fyrir hvern lánardrottinn og stofnar bara eina línu í útgreiðslubók. |
Bókunardagsetning | Bókunardagsetning fyrir útgreiðslubók. |
Upphafsnúmer skjals | Ef númeraröð hefur verið úthlutað á útgreiðslubók fyllist þessi reitur sjálfkrafa með næsta lausa númeri. Annars þarf að handfæra inn upphafsnúmer fylgiskjals. |
Hægt er svo að afmarka sérstaklega á lánardrottinn eða upplýsingar á lánardrottnaspjaldi, eins og t.d. kóti greiðslumáta.