Hoppa yfir í efnið

Bankastillingar viðskiptamanns

Á viðskiptamannaspjaldi er reitur Bankastillingar viðskiptamanns. Ef þessi reitur er fylltur út taka gildin forgang yfir gildin í glugganum Stillingar - kröfur.

Bankastillingar viðskiptamanns

alt text

Reitur Lýsing
Kóði Kóði vegna bankastillinga.
Lágmarks tímabil gjalddaga Stysta tímabil frá stofnun kröfu til gjalddaga.
Eindagi Eindagi krafna, t.d. 7D fyrir 7 daga eftir gjalddaga.
Niðurfellingar dagur Eftir hve marga daga krafa er felld niður sjálfkrafa í banka ef hún hefur ekki verið greidd.
Tilkynningargjald Skilgreinir tilkynningargjald kröfunnar. Þetta gjald bætist við upprunalega upphæð.
Útprentunargjald Skilgreinir útprentunargjald fyrir allar pappírskröfur. Þetta gjald bætist við upprunalega upphæð.
Pappírslaus gjöld Skilgreinir gjöld á pappírslausum viðskiptum. Þetta gjald bætist við upprunalega upphæð.
Annar kostnaður Skilgreinir annan kostnað sem á að bætast við á greiðsluseðli.
Lágmarks upphæð kröfu Skilgreinir lágmarks upphæð sem verður að vera á sölureikningi til að krafa sé búin til.
Vanskilavextir Hvaða vanskilavextir reiknast á kröfum. Möguleikar: Reikna vextir, Engir vextir, Sérstakur kóti.
Sérstakur kóti vanskilavaxta Ef sérstakur kóti er skilgreindur í "Vanskilavextir" þarf að tilgreina kóta hér.
Tegund vanskilagjalds Ekkert vanskilagjald, Gjalddagi-gildi eru upphæðir/prósentur, Eindagi-gildi eru upphæðir/prósentur.
Hlutagreiðsla leyfileg sjálfkrafa Ef hakað er í þennan reit, þá skilar það sér á öllum stofnuðum kröfum sem merkjast svo í banka.
Fyrsti vanskilagjald Tilgreina upphæð vanskilagjalds.
Seinni vanskilagjald Tilgreina upphæð annars vanskilagjalds.
Dagar fyrir fyrstu vanskil Dagafjöldi eftir gjalddaga eða eindaga þegar fyrsta vanskilagjald á að bætast við kröfu.
Dagar fyrir aðra vanskil Dagafjöldi eftir gjalddaga eða eindaga þegar annað vanskilagjald á að bætast við kröfu.

Myndir