Stillingar - Afstemming

Upplýsingar
Reitur |
Lýsing |
Kóti |
Er eingöngu notað ef margar uppsetningar á afstemmingu eru stofnaðar. Þá er hægt að úthluta kóta afstemmingar per bankareikning. |
Sjálfgefinn bankareikningur |
Hér er færður inn sjálfgefinn bankareikningur fyrir afstemmingu. |
Númeraröð afstemmingar |
Hér er númeraröð afstemmingar valin. Færslur sem eru jafnaðar eru fylltar út með þetta númer í reitnum "Afstemming ID". |
Eitt jöfnunarnúmer á keyrslu |
Ef hakað er í þennan reit verður eitt jöfnunarnúmer á öllum færslum þegar keyrsla er gerð. |
Mesti leyfilegi dagsetningamunur |
Þessi reitur er notaður í sjálfvirka jöfnun. Skilgreinir hver er mesti dagsetningarmunur á jöfnuðum færslum t.d. 1D fyrir 1 dagur. |
Leyfa óöruggar uppástungur |
Þessi reitur er notaður í sjálfvirka jöfnun. Skilgreinir hvort á að jafna færslur sem teljast óöruggar t.d. ef mesti leyfilegi dagsetningarmunur er 3 dagar þá telst það sem óörugg uppástunga. |
Eitt fylgiskjalsnúmer á bók |
Ef hakað er í þennan reit verður sama fylgiskjalsnúmer á öllum færslum sem færðar eru úr afstemmingu í greiðslubók. |
Öruggur innflutningur yfirlits |
Ef hakað er í þennan reit munu óstaðfestar færslur ekki vera lesnar inn frá bankanum. |
Bókhaldslyklavarpanir
Reitur |
Lýsing |
Tengja Bankafærsluflokka við bókhaldslykla |
Ef hakað er í þennan reit virkjast vörpunarvirkni sem stillt hefur verið upp á móti flokkunarkótum í bókhaldslyklasíðu. |
Flokkunarkótar í bókhaldslykla varpanir |
Opnar listasíðu fyrir tengingar á milli flokkunarkóta á bankafærslum yfir í bókhaldslykla. Reitur sýnir fjölda varpana sem notandinn er búinn að stilla upp. Sjá meira um síðu hér |
Gengisjöfnun

Hér þarf að velja hvaða sniðmát og keyrslu færslubókar á að nýta til þess að bóka gengisjöfnunina.