Hoppa yfir í efnið

Gengisjöfnun

Algengt er að þegar að verið er að afstemma kreditkortafærlsur í erlendum gjaldmiðlum þá stemmi gengið á innkaupareikningnum í bókhaldskerfinu ekki við gengið á kreditkortafærslunni frá bankanum.

Þá er gott að geta jafnað gengið með einni aðgerð.

alt text

Til þess að nota aðgerðina Bóka Gengismun þá hakar þú í þær færslur sem að þú vilt jafna og ýtir svo á aðgerðina.

alt text

Þegar að smellt hefur verið á aðgerðina verður til færlsa í færslubók og þú munt sjá glugga sem bíður þér að bóka þá færslu.

Verðið á færslunni verður gengismunurinn, reikningurinn verður sá bankareikningur sem að verið er að afstemma og mótreikningurinn er fundinn í gjaldmiðlatöflunni. Aðgerðin sækir reikninginn í gjaldmiðlatöfluna út frá þeim gjaldmiðli sem að innkaupareikningurinn er í.

alt text

Seinni aðgerðin Sjálfvirk bókun á gengismun gerir það sama og fyrri aðgerðin nema hvað að þú þarft ekki að velja hvaða færslur þú villt jafna.

Aðgerðin fer í gegnum allar bankareikningsfærslurnar (í BC) og athugar hvort að hún finni færslu í Bankareikningshreyfingum (úr banka). Kostnaður í upprunalegum gjaldmiðli á bankafærslunum er borinn saman við upphæðina í innkaupareikningnum ásamt því að dagsetning færslu er borin saman við bókunardagsetningu reikningsins. Þegar að aðgerðin hefur klárað keyrsluna sína færðu staðfestingu sem að býður þér að bóka línurnar í færslubókinni sem að urðu til.

Þegar því hefur lokið getur þú keyrt sjálfvirku afstemminguna og hún mun taka gengismunsfærslurnar með í reikninginn.