Hoppa yfir í efnið

Vinnuskjal krafna:

alt text

Afmarkanir undir flipa Almennt

Afmörkun Lýsing
Nr. kúnna Hægt að afmarka á númer viðskiptamanns sem fær kröfu.
Dagsetningarafmörkun Hægt að afmarka á dagsetningu krafna.
Komið fram yfir gjalddaga Hægt að afmarka á kröfur sem eru komnar fram yfir gjalddaga.
Komið fram yfir eindaga Hægt að afmarka á kröfur sem eru komnar fram yfir eindaga.
Opin Hægt að afmarka á kröfur sem eru opnar.
Greitt Hægt að afmarka á kröfur sem eru greiddar.
Hlutagreitt Hægt að afmarka á kröfur sem eru hlutagreiddar.
Niðurfelld Hægt að afmarka á kröfur sem eru felldar niður.

Listi

Reitur Lýsing
Nr. Númer kröfu.
Gjalddagi Gjalddagi kröfu.
Lýsing Lýsing kröfu, oftast viðskiptamannanafnið.
Bunka nr. Númer bunka sem krafa tilheyrir.
Reikn. færist á viðskm. Nr. viðskiptamanns sem var í reitnum "Reikn.færist á viðskm." á sölureikningi.
Tilvísun yðar Inniheldur númer kröfu.
Samskiptastaða Segir til um hvort krafan hefur verið send í banka eða ekki.
Staða kröfu Segir til um stöðu kröfu í banka.
Eindagi Eindagi kröfu.
Niðurfellingardagur Sá dagur sem krafa verður felld niður sjálfkrafa í banka ef hún er ennþá ógreidd.
Kenni viðskiptamanns Númer viðskiptamanns sem fær kröfu.
Selt-til viðskm. nr. Nr. viðskiptamanns sem var í reitnum "Selt-til viðskiptam." á sölureikningi.
Auðkenni Innheimtuauðkenni sem krafa var stofnuð á í banka.
Upphafleg upphæð Upphafleg upphæð kröfu (upphæð kröfu við stofnun).
Upphæð Núverandi upphæð kröfu (getur hafa verið hlutagreidd eða eftirstöðvar reiknings hafa breyst síðan).
Greidd upphæð Upphæð sem hefur verið greidd af kröfu.
Eftirstöðvar Eftirstöðvar kröfu ef upphæð er ekki sama og upprunaleg upphæð.
Hlutagreiðsla leyfileg Ef á að leyfa hlutagreiðslu á kröfu er hakað í þennan reit.
Samskiptavilla Ef krafa hefur lent á villu í bankasamskiptum er hakað í þennan reit.
Samskipta villa nr. Ef krafa hefur lent á villu í bankasamskiptum er fyllt í reitinn með villunúmeri.
Samskipta villa lýsing Ef krafa hefur lent á villu í bankasamskiptum er fyllt í reitinn með villulýsingu.
Niðurfelling sent þann Dagsetning sem notandi sendi niðurfellingarbeiðni til banka.
Samskipta færslur tegund Ef krafa hefur lent á villu í bankasamskiptum er fyllt í reitinn með tegund.
Bankareikningur Bankareikningur sem krafa var stofnuð í.
Banki nr. Númer banka fyrir bankareikning.
Höfuðbók Höfuðbók bankareiknings.
Stofntími Dagsetning og tími sem krafa var stofnuð.
Dagsetning framkvæmdar greiðslu Dagsetning sem krafa var greidd.
Aðgerð Ef aðgerð er valin sem hefur ekki verið framkvæmd þá er fyllt út í þennan reit.
Staða Samskiptastaða.
Milliinnheimta aðgerð Tengist Mótus kerfinu.