Mynda kröfur
Aðgerðin býr til kröfu fyrir allar opnaðar viðskiptamannafærslur skv. afmörkun sem notandi velur. Þetta er gert undir "RdN Kröfubunki"
Valmöguleikar
Valmöguleiki | Lýsing |
---|---|
Gjalddagi | Ef ekkert er valið í þessum reit verður gjalddagi fylltur út með dagsetningu þegar notandi myndar kröfu. Nema það sé sérstök stilling á viðskiptamannaspjaldinu í reitnum "Kóti bankakerfisgrunns". Ef notandi vill ákveða gjalddaga krafna þá tilgreinir hann dagsetningu hér. |
Eindagi | Ef ekkert er valið í þessum reit verður eindagi fylltur út með dagsetningu þegar notandi myndar kröfu. Nema það sé sérstök stilling á viðskiptamannaspjaldinu í reitnum "Kóti bankakerfisgrunns". Ef notandi vill ákveða eindaga krafna þá tilgreinir hann dagsetningu hér. |
Afmarkanir á viðskiptamanni | T.d. afmarka á nr. eða greiðslumáta til að stofna kröfur eingöngu á afmarkaða viðskiptavini. |
Afmarkanir á viðskm. færslu | T.d. afmarka á bókunardagsetningu til að stofna kröfur eingöngu á valdar færslur. |