Keyra sjálfvirka jöfnun fyrir ákveðið tímabil
Aðgerðin jafnar sjálfkrafa bankahreyfingsfærslur úr banka með bankafærslum í Microsoft Dynamics 365 Business Central skv. reglu sem sett er upp í Stillingar - Afstemming á ákveðnu tímabili sem notandinn velur.
Almenn regla er að færslur eru jafnaðar sjálfkrafa ef þær eru af sömu upphæð og á sömu bókunardagsetningu. Ef mesti leyfilegi dagsetningarmunur í Stillingum - Afstemming er t.d. 3D þá getur kerfið jafnað sjálfvirkt færslur sem eru af sömu upphæð á bókunardagsetning innan við 3 daga.
Kerfið sýnir svo skilaboð um hve margar færslur voru jafnaðar sjálfvirkt.
Upplýsingar
Reitur | Lýsing |
---|---|
Bankareikningur | Hér er hægt að velja bankareikning sem á að keyra sjálfvirka jöfnun á. |
Dagsetning frá | Hér er valið frá hvaða dagsetningu á að keyra sjálfvirka jöfnun. |
Dagsetning til | Hér er valið til hvaða dagsetningar á að keyra sjálfvirka jöfnun. |