Útreikningur dráttarvaxta og vanskilagjalds:
Ef allir reitir undir flipanum "Almennt" eru skildir eftir tómir þá reiknast engir dráttarvextir né vanskilagjöld á kröfu.
Til að láta dráttarvexti reiknast á kröfu þarf að velja "Reikna vexti" í reitnum "Vanskilavextor". Þá reiknast dráttarvextir skv. dráttarvaxtatöflu Seðlabankans. Ef hefur verið samið um aðra dráttarvaxtaprósentu við banka, á að velja "Sértakur kóti" í reitnum "Vanskilavextir" og setja inn kóta í reitnum "Sértakur kóti vanskilavaxta".
Sömuleiðis ef á að bæta við vanskilagjaldi þarf að velja hvernig vanskilagjaldið á að reiknast undir "Tegund vanskilagjalds". Möguleikarnir eru: Ekkert vanskilagjald, Gjalddagi-gildi eru upphæðir, Gjalddagi-Gildi eru prósentur, Eindagi-gildi eru upphæðir, Eindagi-Gildi eru prósentur.
Í framhaldi þarf að fylla út upphæð vanskilagjalds auk fjölda daga sem eiga að líða milli fyrstu og annarra vanskilagjalda úr frá gjalddaga eða eindaga. "Gildi eru upphæðir" er notað þegar á að leggja á tiltekna upphæð sem vanskilagjald (t.d. 950 kr) en ef prósentan er valin þá er skráð prósentan (t.d. 10) í reitinn "Fyrsti afsláttur eða vanskilagjald".
Athuga að ef þetta hefur verið fyllt út í bankastillingum viðskiptamanns þá hefur það forgang á uppsetningu bankareiknings.