Hoppa yfir í efnið

Kröfur

Setja upp RdN kröfur:

Opna RdN Kröfur - Uppsetning með hjálp

Númeraraðir

alt text

Það þarf að setja upp númeraröð fyrir kröfur. Athugið að kröfunúmer eiga að vera 6 tölustafa löng (best að byrja með 000001).

Það þarf að setja upp númeraröð fyrir kröfubunka (frjálst val).

Kostnaðir

alt text

Oftast eru greiðsluseðlar rafrænir og ef á að bæta við seðilgjaldi ofan á kröfu þarf að fylla inn í pappírslaus gjöld (t.d. 240 kr). Ef banki á að senda greiðsluseðil í pósti til viðskiptavina þarf að fylla inn í útprentunargjald.

Ef á að bæta við öðrum kostnaði á kröfu þarf að fylla inn í reitinn "Annar kostnaður".

Útreikningar dagsetninga

alt text

Ef kerfið á sjálfkrafa að reikna út eindaga út frá gjalddaga reiknings þarf að fylla inn í reitinn "Gjalddagi með útreikningi" (t.d. 5D fyrir 5 dagar). Sjá nánari lýsingu hér.

Lágmarks tímabil gjalddaga.

Athugið að það er mikilvægt að fylla inn í niðurfellingardag, oftast er notað 36M eða 48M. Ef reitur er skilinn eftir tómur þá verður niðurfellingardagur sami og gjalddagi sem getur valdið vandræðum.

Annað

alt text

Ef fyrirtæki vill láta birta athugasemdartexta á greiðsluseðli er hægt að fylla það inn í reitinn "Athugasemd" á greiðsluseðli.

Til þess að kröfubunkar stofnist sjálfkrafa á sama bankareikning þarf að tilgreina bankareikningsnúmer í reitnum "Innheimtuaðili".

Ef á að leyfa hlutagreiðslur á kröfum er hakað í reitinn "Hlutagreiðsla leyfð". Þá mun þetta hak fyllast sjálfkrafa á kröfubunka.

Ef á að stofna kröfur sjálfkrafa eftir bókun sölureiknings er hakað í reitinn Nota sama dags bókun.

Ef á að stofna kröfur sjálfkrafa er fyllt út í reitnum Kóði greiðslumáta sem á að nota til að stofna kröfurnar.

Ef á að sækja kröfugreiðslur sjálfvirkt þarf að velja í reitnum Sækja færa og/eða bóka. Möguleikar eru: Sækja, Sækja og færa í inngreiðslubók eða Sækja, færa í inngreiðslubók og Bóka inngreiðslubókina.

Bókun

alt text

Það þarf að velja bókarsniðsmát og bókarkeyrslu sem kerfið á að nota þegar kröfugreiðslur eru færðar í inngreiðslubók. Einnig hvort eigi að vera eitt fylgiskjalsnúmer á bók (sem er sjaldan tilfelli).

Ef númeraröð hefur verið sett á inngreiðslubók þarf ekki að tilgreina það hér.

alt text

Hér þarf að fylla inn með bókhaldslyklum sem kerfið á að nota til að bóka vexti, gjöld og fjármagnstekjuskatt.

Mótreikningur gjalda og vaxta er ekki notaður lengur.

alt text

Ef hakað er í reitinn "Lýsing innheldur tegund færslu" þá mun t.d. Innb. bætast við heiti lánardrottins í lánardrottnafærslu (sama með vexti).