Afstemming kreditkorta
Hér verður farið yfir hvernig hægt sé að stemma af kreditkortafærslur út frá skrá sem er sótt hjá banka.
Kreditkort Íslandsbanki
ATH að ef að á að nota kreditkort frá Íslandsbanka þarf fyrst að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum fyrir notanda. Sjá Leiðbeiningar
Aðgerðir
1. Setja upp kreditkort:
Byrja þarf á því að stofna kreditkort í BC. Það er gert með því að smella á "Flytja inn kreditkort" í glugganum RdN Kreditkort (fundið í leitarglugga). Bankareikningur fyrir kreditkortið stofnast sjálfkrafa þegar kreditkort er stofnað. Við styðjum aðeins kortainnlestur frá Landsbankanum og Arion banka eins og er.
Athugið að kerfið sækir öll kort sem að skráðir bankanotendur á aðganginum þínum hafa aðgang að. Bankanotandinn þarf að hafa aðgang að kortinu til þess að geta sótt kortið.
Sjá nánari lýsingu hér.
2. Lesa inn bankafærslur:
Opna RdN Afstemming, velja bankareikninginn sem er með kreditkortategund og svo er hægt að Lesa inn færslur alveg eins og í venjulegri afstemmingu. Sjá nánari lýsingu hér.