Bankastillingar viðskiptamanns
Á viðskiptamannaspjaldi er reitur Bankastillingar viðskiptamanns. Ef þessi reitur er fylltur út taka gildin forgang yfir gildin í glugganum Stillingar - kröfur.
Bankastillingar viðskiptamanns
Almennt
Kóði:
Kóði vegna bankastillinga.
Tímabil:
Lágmarks tímabil gjalddaga:
Stysta tímabil frá stofnun kröfu til gjalddaga.
Eindagi:
Ef notandi vill ákveða eindaga krafna þá tilgreinir hann dagsetningu hér. T.d. 7D fyrir 7 daga eftir gjalddaga.
Niðurfellingar dagur:
Skilgreinir eftir hve marga daga krafa er felld niður sjálfkrafa í banka ef hún hefur ekki verið greidd. Oftast er notað 36M eða 48M. Athugið að ef er skilið tómt þá verður niðurfellingardagur sama dagsetning og er á eindaga.
Gjöld
Tilkynningargjald:
Skilgreinir tilkynningargjald kröfunnar. Þetta gjald bætist við upprunalega upphæð. Ath að þetta gjald kann að heita "Tilkynningar og greiðslugjald" í banka.
Útprentunargjald:
Skilgreinir útprentunargjald fyrir allar pappírskröfur á viðskiptamenn sem ekki hafa sérstillingar. Þetta gjald bætist við upprunalega upphæð.
Pappírslaus gjöld:
Skilgreinir gjöld á pappírslausum viðskiptum við viðskiptamenn sem ekki hafa sérstillingar. Þetta gjald bætist við upprunalega upphæð.
Annar kostnaður:
Skilgreinir annan kostnað sem á að bætast við á greiðsluseðli.
Lágmarks upphæð kröfu:
Skilgreinir lágmarks upphæð sem verður að vera á sölureikningi til að krafa sé búin til. Reikningur sem er með lægri upphæð er ekki hægt að búa til kröfu á.
Banka reikningur
Vanskilavextir:
Reiturinn segir til um hvaða vanskilavextir reiknast á kröfum. Möguleikar eru: Reikna vextir, Engir vextir, Sérstakur kóti. Passa verður að velja "Reikna vexti" frekar en tómt til þess að vanskilavextir reiknist á kröfum í banka.
Sérstakur kóti vanskilavaxta:
Ef sérstakur kóti er skilgreindur í reitnum "Vanskilavextir" þá þarf að tilgreina kóta í þessum reit. Banki gefur út kóta fyrir sérstakan útreikning á vanskilavöxtum (sem sagt ekki skv. almennri reglu frá Seðlabankanum).
Tegund vanskilagjalds:
Möguleikar eru: Ekkert vanskilagjald, Gjalddagi-gildi eru upphæðir, Gjalddagi-Gildi eru prósentur, Eindagi-gildi eru upphæðir, Eindagi-Gildi eru prósentur.
Ef á að reikna vanskilagjald þarf að velja hvort það reiknast frá gjaldaga eða eindaga og hvort gjaldið sé fast upphæð eða prósenta.
Hlutagreiðsla leyfileg sjálfkrafa:
Ef hakað er í þennan reit, þá skilar það sér á öllum stofnuðum kröfum sem merkjast svo í banka þannig að hlutagreiðsla kröfu er leyfð.
Fyrsti vanskilagjald:
Tilgreina upphæð vanskilagjalds.
Seinni vanskilagjald:
Tilgreina upphæð annars vanskilagjalds.
Dagar fyrir fyrstu vanskil:
Dagafjöldi eftir gjalddaga eða eindaga (fer eftir hvað var valið í "Tegund vanskilagjalds") þegar fyrsta vanskilagjald á að bætast við kröfu.
Dagar fyrir aðra vanskil:
Dagafjöldi eftir gjalddaga eða eindaga (fer eftir hvað var valið í "Tegund vanskilagjalds") þegar annað vanskilagjald á bætast við kröfu.