Hoppa yfir í efnið

Jafna upphafsfærslur

Aðgerðin aðstoðar við að jafna upphafsfærslur á bankareikningi fyrir ákveðið tímabil.

Ef bankafærslur hafa verið stemmdar af í öðru kerfi vill notandi ekki þurfa að stemma þær af aftur í nýja kerfinu. Hinsvegar eru þessar bankafærslur sóttar frá banka sjálfkrafa. Því er nauðsynlegt að keyra aðgerðina "Jafna upphafsfærslur" til að losna við þessar færslur úr afstemmingarglugga.

Það er líka hægt að nota þessa aðgerð til að losna við bankafærslur sem eru, einhverra hluta vegna, tvíteknar í afstemmingu og sem notandinn vill ekki stemma af.

alt text

Upplýsingar

Bankareikningur:

Hér á að velja bankareikning sem á að jafna upphafsfærslur fyrir.

Dagsetning frá :

Hér á að tilgreina frá hvaða dagsetningu á að jafna upphafsfærslur.

Dagsetning til:

Hér á að tilgreina til hvaða dagsetningar á að jafna upphafsfærslur.

Markaðar:

Ef hakað er í þennan reit mun kerfið jafna upphafsfærslur sem hafa verið merktar í glugga, óháð tímabili.