Hoppa yfir í efnið

Senda reikninga á bak við kröfu í heimabanka

Formáli

Hægt er að senda reikninga, sem liggja að baki kröfum, í formi PDF skjala til birtingar í heimabanka viðkomandi viðskiptamanna.

Til þess að þetta sé hægt þarf að ganga úr skugga um eftirfarandi:

  • BankDocs, viðbót Rue de Net ofan á Bankakerfið, þarf að vera uppsett.
  • Hafa þarf samband við sinn banka um að virkja innsendingar á PDF reikningum fyrir allar þær kennitölur sem á að nota til sendinga. Bankinn mun svo koma þeirri beiðni áfram á Reiknistofu bankanna (RB), en hún heldur úti kerfinu sem sér um birtingu skjala í heimabankanum.
  • Bankareikningar í BC sem notaðir eru í þessum tilgangi þurfa að vera tengdir við uppsetningu bankaþjónustu Arion, Íslandsbanka eða Landsbankans (þ.e. vera af tegund "arion", "isb", eða "li"), og settir upp með kennitölu sem notuð var í umsókninni að ofan.

Þegar reikningar eru sendir fyrir tiltekinn kröfubunka er, líkt og þegar kröfuaðgerðir eru framkvæmdar, notast við bankareikninginn sem tekinn er fram í reitnum Innheimtuaðili á kröfubunka. Til að opna Uppsetningu Bankakerfis fyrir bankareikning er ýtt á aðgerðina Tengt > Uppsetning Bankakerfis á bankareikningsspjaldi.

Uppsetning Bankakerfis aðgerð

Þá opnast RdN Bankareikningur síðan, en á henni má sjá reitina Kennitala og Uppsetning bankaþjónustu sem þurfa að vera rétt settir upp. Innsendingarnar þarf að sækja um fyrir þá kennitölu sem tekin er fram í Kennitala reitnum og er hún þá notuð sem kennitala sendanda rafrænu skjalanna.

Bankareikningur

Þegar listinn á bak við Uppsetning bankaþjónustu er opnaður opnast síðan sem sjá má á myndinni að neðan, þar sem Tegund þarf að vera "arion", "isb" eða "li".

Bankaþjónustur

Senda reikninga sjálfkrafa við framkvæmd aðgerða

Undir Sjálfvirkni > Kröfureikningar í bankann á síðunni Stillingar - RdN Kröfur er að finna stillingar sem tengjast þessari virkni.

Stilingar - RdN Krofur

Þar er hægt að haka við reitinn Senda reikninga með kröfum en þá sendast reikningar á bak við kröfur í bankann í sömu atrennu og þær eru stofnaðar í bankanum við framkvæmd kröfuaðgerða. Ef villur koma upp hér eru þær gripnar til að trufla ekki framkvæmd kröfuaðgerðanna, en upplýsingar um villurnar vistast í sérstakri aðgerðasögu í staðinn.

Ef hakað er í Hlaða niður sendum reikningum hleðst zip skráin sem send var til bankans og innihélt reikningana einnig niður á tölvu notanda.

Hámarksfjöldi í þjappaðri skrá er notaður til að skipta þeim reikningum sem á að senda upp í zip skrár til að bunka tilraun til sendingar. Sjálfgefið gildi er 50 ef ekkert er tekið fram í þessum reit.

Loks er hér hægt að opna aðgerðasögu sendingartilraunanna (sjá nánar að neðan).

Senda reikninga með aðgerð á kröfubunkaspjaldi

Hægt er að senda reikninga á bak við kröfur handvirkt með til þess gerðri aðgerð á kröfubunkaspjaldi: Senda reikninga í bankann.

Á myndinni að neðan sést aðgerðin, en einnig má þar sjá reitinn Allir reikningar sendir í bankann. Hann segir til um hvort tekist hafi að senda alla reikninga eða ekki með því að segja til um hvort aðgerðasögulína merkt sem "Tókst" sé til fyrir alla reikninga í bunkanum. Ef ýtt er á gildið í þessum reit opnast aðgerðasagan fyrir þennan bunka.

Loks má sjá innheimtuaðilann, sem er bankareikningurinn sem þarf að vera rétt settur upp eigi þetta að virka.

Kröfubunki

Aðgerðasaga kröfureikninga í banka og staða skjala

Upplýsingar um tilraunir til sendinga á kröfureikningum til heimabanka má finna á síðunni RdN Aðgerðasaga kröfureikninga í banka. Eins og áður segir er hún aðgengileg á kröfubunkaspjaldinu í gegnum gildið á reitnum Allir reikningar sendir í bankann eða í gegnum Opna logg reikninga í bankann undir Sjálfvirkni > Kröfureikningar í bankann á síðunni Stillingar - RdN Kröfur.

Fyrir hverja tilraun til sendingar má þar sjá stöðu tilraunar (hvort allir reikningar hafi senst rétt, sumir eða engir) og niðurbrot á kröfureikningum í tilraun.

Loggur Listi

Ef ýtt er á kenni tilraunar opnast svo spjald þeirrar tilraunar.

Loggur Spjald Tókst

Ýmsar aðgerðir eru í boði á síðunum. Til dæmis er hægt að reyna tilraun aftur fyrir reikninga á villu, annað hvort alla á villu í tilrauninni eða valda á villu í gegnum Kröfureikningar í tilraun. Við það verður til ný aðgerðasögufærsla fyrir nýja tilraun.

Nánari lýsingu á einstaka reitum og aðgerðum má sjá hér

Fyrirvari um stöðu skjala

Athugið að ef skjal er merkt sem sent er því miður ekki þar með sagt að það hafi komist alla leið til heimabanka heldur einungis að tekist hafi að senda það til vefþjónustumillilags viðeigandi banka.

Þá á bankinn eftir að senda skjölin áfram á Reiknistofu Bankanna (RB) sem vinnur loks enn frekar úr þeim með sinni eigin villuleit.

Ef skjölin komast alla leið til birtingarkerfis RB fær sá sem er skráður fyrir póstum þeirra megin staðfestingu og niðurbrot á innlestri skjalanna. Uppfærð skjöl eru þau skjöl sem lesin hafa verið oftar en einu sinni ef einhver eru. Ef reikningur hefur áður verið sendur til viðkomandi þá er hann yfirskrifaður í staðinn fyrir að hann birtist tvisvar í heimabanka viðkomandi.

Ark Póstur

Sleppa virkni fyrir einstaka viðskiptamenn

Hægt er að slökkva á þessari virkni fyrir einstaka viðskiptamenn með reitnum Sleppa kröfureikningum í banka undir Almennt á viðskiptamannaspjaldi. Tekið er tillit til þess reits niður á kröfu fyrir viðskiptamanninn sem tekinn er fram í kröfureitnum Reikn. færist á viðskm.