Hoppa yfir í efni

Aðgerðasaga kröfureikninga til banka

Hér má finna útskýringar á reitum og aðgerðum á lista og spjaldi fyrir aðgerðasögu tilrauna til að senda kröfureikninga til banka. Sjá lýsingu á virkni nánar hér.

Reitir og aðgerðir eru mest megnis eins fyrir listasíðu og spjaldsíðu þannig þær verða taldar upp saman að neðan.

Mynd 1: Listi af tilraunum til að senda reikninga á bak við kröfur í banka

Loggur Listi

Mynd 2: Dæmi um spjaldsíðu tilraunar sem hefur mistekist

Við sjáum að hún er afleiðing þess að reyna eldri tilraun aftur. Auk þess má sjá að búið er að reyna þessa tilraun aftur. Upplýsingar um upprunalegu tilraun og síðustu tilraun sem reyndi þessa tilraun er að finna á spjaldinu.

Loggur Spjald Mistókst

Mynd 3: Dæmi um spjaldsíðu tilraunar sem hefur tekist

Loggur Spjald Tókst

Reitir

Kenni tilraunar

Einkvæmt kenni þessarar tilraunar.

Dagur/Tími

Tímasetning þessarar tilraunar.

Lýsing

Lýsing þessarar tilraunar. Dæmi um gildi: * Senda kröfureikninga úr bunka KRB000055 í bankann. * Reyna aftur að senda kröfureikninga tilraunar 177 í bankann. * Reyna aftur að senda valda kröfureikninga tilraunar 177 í bankann.

Staða

Tilraunir hafa stöðu, en einnig einstakir reikningar í tilraun (sjá undirsíðuna Kröfureikningar í tilraun).

Staða á reikningi hefur tvö möguleg gildi, "Tókst" eða "Mistókst". Staðan er þá "Tókst" ef reikningurinn fylgdi með í þjöppuðu skránni sem var send til bankans. Reikningur er aldrei merktur "Tókst" í tilraun sem komst ekki alla leið til bankans.

Tilraun hefur stöðu "Sending mistókst" ef ekkert var sent til bankans. Ef allir reikningar í tilraun voru sendir án villna hefur tilraunin stöðu "Allt sent". Loks fær tilraun stöðu "Sumt sent" ef það tókst að senda einhverja reikninga til bankans en þó séu einhverjir eftir með stöðu "Mistókst".

Athugið að þótt skjal sé merkt sem "Tókst" er því miður ekki þar með sagt að skjalið hafi komist alla leið til birtingakerfis Reiknistofu Bankanna, sjá Fyrirvari um stöðu skjala að neðan.

Villuskilaboð

Villuskilaboð tilraunar ef einhver eru, eða villuskilaboð við gerð einstaka kröfureiknings á undirsíðunni Kröfureikningar í tilraun.

Kröfubunkanúmer

Kröfubunkanúmer sem upphafleg tilraun varð til við að senda.

Tilraun reynir aftur

Segir til um hvort tilraun sé afleiðing þess að reyna aðra tilraun aftur.

Upprunalega tilraun

Kenni upprunalegu tilraunar. Þessi tilraun var afleiðing þess að reyna aftur upprunalegu tilraunina.

Síðasta tilraun

Kenni síðustu tilraunar sem reyndi þessa tilraun aftur.

Aðgerðir

Sýna allar færslur

Aðgerð á spjaldsíðu sem opnar listasíðuna.

Sýna villuskilaboð

Sýnir villuskilaboð tilraunarinnar ef einhver eru. Athugið að hún sýnir ekki smáatriði um einstaka reikninga heldur tilraunina í heild. Villuskilaboð einstakra reikninga eru svo aðgengileg í samnefndri aðgerð undir Kröfureikningar í tilraun.

Reyna aftur reikninga á villu

Reynir að búa aftur til reikningana sem mistókust í tilrauninni byggt á kröfureikningsaðgerðasögu og sendir þá sem verða rétt til til bankans ef einhverjir eru. Við þetta verður til ný aðgerðasögufærsla sem tekur saman niðurstöður.

Endursenda valda

Aðgerð á undirsíðunni Kröfureikningar í tilraun. Reynir að búa aftur til valda reikninga og sendir þá sem verða rétt til til bankans ef einhverjir eru. Við þetta verður til ný tilraun í aðgerðasögunni sem tekur saman niðurstöður sendinga.

Fyrirvari um stöðu skjala

Athugið að ef skjal er merkt sem sent er því miður ekki þar með sagt að það hafi komist alla leið til heimabanka heldur einungis að tekist hafi að senda það til vefþjónustumillilags viðeigandi banka.

Þá á bankinn eftir að senda skjölin áfram á Reiknistofu Bankanna (RB) sem vinnur loks enn frekar úr þeim með sinni eigin villuleit.

Ef skjölin komast alla leið til birtingarkerfis RB fær sá sem er skráður fyrir póstum þeirra megin staðfestingu og niðurbrot á innlestri skjalanna. Uppfærð skjöl eru þau skjöl sem lesin hafa verið oftar en einu sinni ef einhver eru. Ef reikningur hefur áður verið sendur til viðkomandi þá er hann yfirskrifaður í staðinn fyrir að hann birtist tvisvar í heimabanka viðkomandi.

Ark Póstur