Verkraðarfærsla til að sækja gengi sjálfvirkt
Aðgerðin til að sækja gengi gjaldmiðla frá banka sjálfvirkt getur verið sett í verkraða. Það sem skiptir mestu máli er að skrá réttu gildi í færibreytustrengnum til að sækja rétt gengi frá réttum aðila, Seðlabanki eða Banki.
Sækja gengi frá Seðlabanka Íslands
- Opna Verkraðarfærslur.
- Stofna nýja og velja Codeunit 10041503 fyrir útgáfu sótta með appsource og 10039503 fyrir útgáfu onpremises.
- Bæta við Seðlabanki;Mið í færibreytustrengnum. Seðlabanki Íslands býður bara upp á innlestur á miðgengi.
- Velja dagana sem á að lesa inn, upphafstími, mínútufjöldi milli keyrslna og byrjunardags fyrir keyrsluna.
- Setja verkraðarfærslan á Tilbúið og fylgjast með innlestri.
- Gengi á svo að skila sér í Gjaldmiðlum, reiturinn Dagsetning gengis og Gengi.
Sækja sölugengi frá viðskiptabanka
- Opna Verkraðarfærslur.
- Stofna nýja og velja Codeunit 10041503 fyrir útgáfu sótta með appsource og 10039503 fyrir útgáfu onpremises.
- Bæta við Banki;Sala;%1 í færibreytustrengnum til að sækja sölugengi en %1 er kóti bankareiknings úr lista bankareikninga sem kerfið á að sækja gengi frá eins og í myndinni að neðan. Ef %1 er skilið eftir tómt, þá sækir kerfið sölugengi frá fyrsta banka á listanum.
- Velja dagana sem á að lesa inn, upphafstími, mínútufjöldi milli keyrslna og byrjunardags fyrir keyrsluna.
- Setja verkraðarfærslan á Tilbúið og fylgjast með innlestri.
- Gengi á svo að skila sér í Gjaldmiðlum, reiturinn Dagsetning gengis og Gengi.
Sækja kaupgengi frá viðskiptabanka
- Opna Verkraðarfærslur.
- Stofna nýja og velja Codeunit 10041503 fyrir útgáfu sótta með appsource og 10039503 fyrir útgáfu onpremises.
- Bæta við Banki;Kaup;%1 í færibreytustrengnum til að sækja sölugengi en %1 er kóti bankareiknings úr lista bankareikninga sem kerfið á að sækja gengi frá eins og í myndinni að neðan. Ef %1 er skilið eftir tómt, þá sækir kerfið sölugengi frá fyrsta banka á listanum.
- Velja dagana sem á að lesa inn, upphafstími, mínútufjöldi milli keyrslna og byrjunardags fyrir keyrsluna.
- Setja verkraðarfærslan á Tilbúið og fylgjast með innlestri.
- Gengi á svo að skila sér í Gjaldmiðlum, reiturinn Dagsetning gengis og Gengi.