Hoppa yfir í efnið

Kröfubunki

Til að stofna nýjan kröfubunka þarf notandi að fylla inn eftirfarandi reiti á flipanum "Kröfubunki".

alt text

Flipi - Almennt

Nr.:

Númer bunka kemur sjálfkrafa inn út frá númeraseríu sem valin var í spjaldi Stillingar - Kröfur.

Lýsing:

Frjáls lýsing fyrir bunka, fyllt af notanda sem stofnar bunka.

Innheimtuaðili:

Bankareikningur sem valinn var fyrir bunka. Kröfur verða stofnaðar fyrir þennan bankareikning.

Hlutagreiðsla leyfileg:

Býður upp á að stilla handvirkt hvort hlutagreiðslur séu leyfilegar fyrir þennan bunka eða ekki. Ef hlutagreiðsla er almennt leyfileg skv. Stillingar - Kröfur þá erfist þetta hak þaðan. Ef gildinu er breytt breytist samnefnt gildi á öllum kröfum, en það er gildið á kröfunni sjálfri sem er svo sent til bankans.

Stofnað:

Fyllist sjálfkrafa með dagsetningu og tíma sem kröfubunki var stofnaður.

Stofnað af:

Fyllist sjálfkrafa með kenni notanda sem stofnar kröfubunka.

Allir reikningar sendir í bankann

Gildið í reitnum er Já ef engar kröfulínur með fylgiskjal af gerð reikningur eða kreditreikningur finnast í bunkanum sem hafi reitinn Reikningur sendur sem Nei. Ef ýtt er á gildið í reitnum opnast loggur tilrauna til sendinga kröfureikninga afmarkaður á bunkann.

Lokaður:

Hægt er að haka í þennan reit ef má ekki mynda frekari kröfur á þennan kröfubunka. Gott er að hafa reglu á myndun kröfubunka, t.d. fyrir tímabil eða hvern viðskiptavin.

Flipi - Kröfuhaus

Undir flipanum "Kröfuhaus" safnast allar kröfur sem stofnaðar hafa verið innan kröfubunka. Lýsing á reitum er að finna á kröfuspjaldi með því að smella hér.

Lína - Kröfuspjald:

Opnar kröfuspjald á viðkomandi kröfu sem valin er á línu. Sjá nánari lýsingu hér.

Lína - Sýna reikninga:

Þegar þessi aðgerð er valin opnast reikningsspjald á sölureikning sem krafan byggist á.

Prenta greiðsluseðill:

Þegar þessi aðgerð er valin prentast greiðsluseðill á kröfuna sem notandi er staddur á í listanum.

alt text

Upplýsingakassi - Upplýsingar um keyrslu

Upphæð:

Heildarupphæð krafna sem eru í kröfubunka.

Greidd upphæð:

Greidd upphæð af kröfum sem eru í kröfubunka.

Fjöldi krafa:

Fjöldi krafa í kröfubunka.

Greitt %:

Sýnir hlutfall á milli greidd upphæð og upphæð krafna. Þegar greitt % er komin í 100%, er kröfubunki að fullu greiddur.

Upplýsingakassi - Tölfræði um viðskiptamann

Þessari upplýsingakassi inniheldur ýmsar upplýsingar um viðskiptamann sem krafan er send til. Upplýsingar uppfærast jafn óðum þegar notandi fer milli krafna undir flipanum "Kröfuhaus".

Aðgerðir á kröfubunka

Mynda kröfur:

Þessi aðgerð myndar kröfur skv. afmörkun í kröfubunka. Sjá nánari lýsingu hér.

Aðgerðatillögur á kröfubunka:

Þessi aðgerð keyrir á allar kröfur innan kröfubunka og leggur til aðgerðir á kröfu. Sjá nánari lýsingu hér.

Framkvæma aðgerðir:

Þessi aðgerð framkvæmir aðgerðir á kröfu sem eru í reitnum "Aðgerð". Sjá nánari lýsingu hér.

Lesa kröfur frá banka:

Þessi aðgerð sækir opnar kröfur frá banka inn í kröfubunka. Sjá nánari lýsing hér.

Athuga stöðu kröfubunka:

Þessi aðgerð athugar stöðu kröfubunka í banka þannig að staða krafna uppfærist skv. stöðu í banka.

Sækja kröfustöðu:

Þessi aðgerð sækir kröfustöðu í banka á öllum opnum kröfum í kröfubunka. Sjá nánari lýsingu hér.

Stofna í milliinnheimtu:

Er tengt Mótus kerfinu.

Uppfæra valda kröfu:

Þessi aðgerð uppfærir valda kröfu skv. eftirstöðvum viðskiptamannafærslu. Sjá nánari lýsingu hér.

Fella niður valda kröfu:

Þessi aðgerð merkir valda kröfu við aðgerðina "Fella niður". Sjá nánari lýsingu hér.

Hætta við valda aðgerð:

Þessi aðgerð hreinsar reitinn "Aðgerð á alla kröfur" í kröfubunka. Sjá nánari lýsingu hér.

Prenta greiðsluseðla:

Þessi aðgerð prentar alla greiðsluseðla í kröfubunka.

Skipta bunka

Ef fjöldi krafa í bunkanum eru fleiri en leyfilegt er er hægt að keyra þessa aðgerð til að skipta bunkanum niður. Flýtileið fyrir aðgerðina er Ctrl + Shift + S.

Dreifa kröfu

Hægt er að skipta einni kröfu upp í margar kröfur. sjá Nánari lýsingu hér.