Hlutagreiðslur krafna
Hér verður lýst hvernig hægt er að leyfa hlutagreiðslur krafna og meðhöndlun hlutagreiðslna.
Aðgerðir
1. Hlutagreiðslur leyfðar:
Í Stillingar - Kröfur er hakað í reitinn "Hlutagreiðsla leyfileg sjálfkrafa".
Hakið erfist svo við stofnun kröfubunka og gildir fyrir allar kröfur í honum (nema viðskiptamannastilling sé til staðar og yfirskrifi gildið).
Með hakinu í kröfubunkanum er svo hægt að breyta hvort hlutagreiðsla sé leyfileg fyrir allar kröfur í bunkanum. Einnig er hægt að breyta gildinu fyrir einstaka kröfu á reitnum "Hlutagreiðsla leyfileg" á kröfunni sjálfri. Þegar krafa með hakað í "Hlutagreiðsla leyfileg" er stofnuð í banka er hún merkt í heimabanka sem "má greiða inn á kröfu".
2. Fyrsta hlutagreiðsla á kröfu:
Þegar kröfugreiðsla er lesin inn er hægt að sjá "Upphæð lögð inn" sem sýnir hvað hefur verið greitt á kröfu.
Þá verður krafa með stöðu Hlutagreidd.
Kröfugreiðsla bókast svo á móti viðskiptamannafærslu (sölureikning) og jafnar hluta af upphæð. Eftirstöðvar reiknings verða þá lægri en upphæð reiknings.
Sömuleiðis ef horft er á kröfuspjald verða eftirstöðvar kröfu lægri en upphafleg upphæð.
Þetta ferli gildir fyrir eins margar hlutagreiðslur og nauðsynlegt er þangað til krafa er að fullu greidd.
3. Seinni hlutagreiðsla á kröfu og krafan fullgreidd:
Þegar kröfugreiðsla er lesin inn er hægt að sjá "Upphæð lögð inn" sem sýnir hvað hefur verið greitt á kröfunni.
Þegar kröfugreiðsla er lesin inn, þá breytist staða kröfu í "Greidd" þar sem þetta er seinni hlutagreiðsla og krafan núna fullgreidd.
Kröfugreiðsla bókast svo á móti viðskiptamannafærslu (sölureikning) og jafnar síðari hluta af upphæðinni. Eftirstöðvar reiknings verða því 0 og reikningur lokast.
4. Niðurfelling á restina á upphæð kröfu:
Krafa hefur verið hlutagreidd og kröfuhafi er tilbúinn að fella niður restina af kröfu eða restin af henni var millifærð framhjá kröfunni.
Fyrst þarf að kreditfæra sölureikning eða bóka millifærslu og jafna við sölureikning. Eftirstöðvar reiknings verða því 0 og reikningurinn lokast.
Svo er hægt að nota aðgerðartillögu á kröfubunka til að fá tillögu um að fella niður kröfu eða fella hana niður handvirkt.
Þegar aðgerðin hefur verið framkvæmd, verður staða kröfu "Niðurfelld" eins og í banka.