Hoppa yfir í efnið

Afstemming

Glugginn er notaður til að stemma af bankareikninga milli banka og Microsoft Dynamics 365 Business Central.

Upplýsingar

alt text

Bankareikningur:

Hér er valinn bankareikningur sem á að stemma af.

Dagsetningarafmörkun:

Hér er hægt að tilgreina dagsetningarafmörkun vegna færslna í gluggum að neðan.

Dags. yfirlit:

Hér er hægt að velja dagsetningu yfirlits frá banka.

Heildarstaða á bankareikningi:

Sýnir heildarstöðu á bankareikning í Dynamics 365 Business Central. Hægt er að smella á töluna til að sjá sundurliðun bankareikningsfærslna.

Mismunur:

Sýnir mismun milli bankafærslna úr banka og í Dynamics 365 Business Central sem hafa verið merkt til að jafna saman.

Afstemma - Bankareikningshreyfingar frá banka:

Markað:

Hægt er að merkja færslur vegna aðgerða.

Línunúmer yfirlits:

Línunúmer á bankayfirliti.

Dags. viðskipta:

Dagsetning viðskipta í banka.

Númer fylgiskjals:

Númer fylgiskjals í banka, t.d. kröfunúmer.

Lýsing:

Lýsing færslu í banka, t.d. heiti viðskiptamanns.

Upphæð yfirlits:

Upphæð færslu á yfirliti frá banka.

Mismunur:

Kerfið fyllir í þennan reit ef bankafærsla úr Dynamics 365 Business Central hefur verið valin til að jafna við þessa bankareikningshreyfingu.

Jöfnuð upphæð:

Ef bankareikningshreyfing hefur verið jöfnuð við bankafærslu í Dynamics 365 Business Central sýnir kerfið jafnaða upphæð.

Tegund:

Er fyllt út sjálfkrafa með bankareikningsfærslu.

Jafnaðar færslur:

Sýnir fjölda jafnaðra færslna á bak við þessa bankahreyfingu.

Gildisdagur:

Ef gildisdagur er annar en dags. viðskipta þá er það fyllt út hér.

Nafn tengds aðila:

Hér er fyllt út með nafni tengds aðila á bankafærslu ef það hefur verið fyllt út í banka.

Viðbótarfærsluupplýsingar:

Hér er fyllt út með viðbótarfærsluupplýsingum á bankafærslu ef það hefur verið fyllt út í banka.

Færslunr. gagnaskipta:

Færslunúmer sem kemur úr samskiptum við banka.

Línunr. gagnaskipta:

Línunúmer sem kemur úr samskiptum við banka.

Gerð yfirlits.

Fyllist út sjálkfrafa með bankaafstemmingu.

Númer færslu:

Færslunúmer frá banka.

Bunkanúmer:

Bunkanúmer frá banka.

Innlausnarbanki:

Fyllt út sjálfkrafa með útibú banka.

Færsla:

Tegund færsla (inn- eða útgreiðsla), fyllt út sjálfkrafa frá banka.

Tilvísun:

Tilvísun sem er skráð á bankafærslu í banka.

Flokkunarkóti:

Flokkunarkóti færslu í banka.

Flokkur :

Flokkur færslu í banka (getur verið Millifært, Innvextir, Innheimtuþjónusta o.s.frv).

Greiðandi:

Kennitala greiðanda á bankafærslu.

Staða:

Staða færslu ef hún hefur verið jöfnuð.

Afstemming ID:

Þegar bankahreyfing hefur verið jöfnuð við bankafærslu í Dynamics 365 Business Central, þá fyllir kerfið sjálfkrafa í þennan reit með afstemming ID. Glugginn hefur enga afmörkun fyrir afstemmingar ID svo notandinn sjái ekki jafnaðar færslur.

Afstemma - Bankareikningshreyfingar í Glugginn hefur enga afmörkun fyrir afstemmingar ID svo notandinn sjái ekki jafnaðar færslur.:

Markað:

Hægt er að merkja færslur vegna aðgerða.

Bókunardagsetning:

Bókunardagsetning bankafærslu.

Tegund fylgiskjals:

Tegund fylgiskjals í Dynamics 365 Business Central.

Númer fylgiskjals:

Númer fylgiskjals í Dynamics 365 Business Central.

Lýsing:

Lýsing á bankafærslu í Dynamics 365 Business Central.

Upphæð:

Upphæð á bankafærslu í Dynamics 365 Business Central.

Eftirstöðvar:

Eftirstöðvar bankafærslu í Dynamics 365 Business Central.

Upphæð (SGM):

Upphæð (SGM) á bankafærslu í Dynamics 365 Business Central.

Gjaldmiðilskóti:

Gjaldmiðilskóti á bankafærslu í Dynamics 365 Business Central.

Númer bankareiknings:

Númer bankareiknings á bankafærslu í Dynamics 365 Business Central.

Bókunarflokkur bankareiknings:

Bókunarflokkur bankareiknings sem er á línu.

Deild kóti:

Deildarkóti sem er á bankafærslu.

Verkefni kóti:

Verkefniskóti sem er á bankafærslu.

Kenni notanda:

Kenni notanda sem bókaði bankafærslu í Dynamics 365 Business Central.

Upprunakóti:

Upprunakóti fyrir bankafærslu í Dynamics 365 Business Central.

Opin:

Ef hakað er í "Opin" þá er bankafærsla opin í kerfinu.

Jákvæð:

Ef hakað er í þennan reit þá er um jákvæða bankafærslu að ræða.

Lokað af færslunni:

Ef bankafærslan hefur verið jöfnuð þá er fyllt í þennan reit með færslunúmeri.

Lokunardag:

Ef bankafærsla hefur verið jöfnuð þá er fyllt í þennan reit með lokunardegi.

Heiti bókarkeyrslu:

Heiti bókarkeyrslu sem var notuð til að bóka bankafærslu.

Ástæðukóti:

Ástæðukóti sem var skráður á bankafærslu.

Tegund mótreiknings:

Tegund mótreiknings á bankafærslu, getur verið fjárhagsreikningur, viðskiptamaður eða lánardrottinn.

Mótreikningur nr.:

Númer mótreiknings sem var bókað á bankafærslu.

Nr. viðskipta:

Færslunúmer fyllt út sjálfkrafa af kerfinu við bókun.

Staða yfirlits:

Er annað hvort opin eða lokuð.

Nr. yfirlits:

Númer bankayfirlits.

Línunr. yfirlits:

Línunr. bankayfirlits.

Debetupphæð:

Upphæð er sett í þennan reit ef færsla er debetfærsla.

Kreditupphæð:

Upphæð er sett í þennan reit ef færsla er kreditfærsla.

Debetupphæð (SGM):

Upphæð (SGM) er sett í þennan reit ef færsla er debetfærsla.

Kreditupphæð (SGM):

Upphæð (SGM) er sett í þennan reit ef færsla er kreditfærsla.

Dags. fylgiskjals:

Dags. fylgiskjals á bankafærslu.

Númer utanaðkomandi skjals:

Númer utanaðkomandi skjals skráð á bankafærslunni.

Bakfært:

Hef hakað er í þennan reit hefur þessi bankafærsla verið bakfærð.

Bakfært eftir færslunr.:

Ef bankafærsla hefur verið bakfærð er fyllt út með færslunúmeri í þennan reit.

Aðferð greiðslu:

Er annað hvort Millifærsla eða Krafa eftir því hvaðan bankafærsla var mynduð.

Kennitala kröfuhafa:

Kennitala kröfuhafa á kröfu sem var greidd.

Banki flokkunar:

Bankanúmer á kröfu sem verið var að greiða.

Höfuðbók:

Höfuðbók á kröfu sem verið var að greiða.

Kröfunúmer:

Kröfunúmer sem verið var að greiða.

Gjalddagi:

Gjalddagi kröfu sem verið var að greiða.

Afstemming ID:

Þegar bankahreyfing í Dynamics 365 Business Central hefur verið jöfnuð við bankahreyfingu úr banka fyllir kerfið sjálfkrafa í þennan reit með afstemming ID. Glugginn sýnir sjálfgefna afmörkun tóma fyrir afstemming ID svo notandi sjái ekki jafnaðar færslur.