Útgreiðslubók
Útgreiðslubók getur verið notuð bæði fyrir millifærslur og greiðslu krafna. Auk þess getur útgreiðslubók verið notuð fyrir erlendar greiðslur.
Útgreiðsla myndar línu í útgreiðslubók og reikningur sem er greiddur er settur sjálfkrafa á jöfnunarnúmer.
Upplýsingar
Staða:
Reiturinn lýsir stöðu greiðslu í banka. Á meðan að unnið er með greiðslur og þær hafa ekki verið sendar í banka er staða "Ósend". Um leið og notandi hefur sent bunka í banka breytist staðan í "Sent í banka".
Er jöfnuð:
Reiturinn gefur til kynna að greiðsla er jöfnuð við lánardrottnafærslu.
Bókunardags:
Bókunardagsetning greiðslu til að nota þegar bókað er í fjárhag.
Gjalddagi:
Gjalddagi reiknings eða krafna sem eru greiddar.
Eindagi:
Einddagi reiknings eða krafna sem eru greiddar.
Dags. fylgiskjals:
Dags. fylgiskjals reiknings eða krafna sem eru greiddar.
Tegund fylgiskjals:
Hér tegund alltaf Greiðsla.
Númer fylgiskjals:
Númer sem kemur sjálfkrafa úr númeraröð sem var tilgreind á fh. færslubókarkeyrslu.
Númer utanaðkomandi skjals:
Númer utanaðkomandi skjals á útgreiðslu.
Tegund reiknings:
Tegund reiknings er alltaf Bankareikningur á línu sem fer til banka.
Reikningur nr.
Bankareikningsnúmer sem greiðslan er greidd frá.
Lýsing:
Lýsing sem fylgir greiðslu. Notandi getur breytt í frjálsan texta og sá texti mun skila sér í öllum tengdum færslum.
Gjaldmiðilskóti:
Kóti gjaldmiðils á greiðslu. Ef kóti er tómur þá er um ræða grunngjaldmiðil kerfis.
Alm. bókunartegund:
Erfist úr númeri reiknings.
Alm. viðsk. bókunarflokkur:
Erfist úr númeri reiknings.
Alm. vörubókunarflokkur:
Erfist úr númeri reiknings.
VSK viðsk. bókunarflokkur:
Erfist úr númeri reiknings.
VSK vörubókunarflokkur:
Erfist úr númeri reiknings.
Upphæð:
Upphæð greiðslna.
Tegund mótreiknings:
Mótreikningur fyrir greiðslu. Í útgreiðslubók stofnum við mótfærslu sem sér línu þannig að við notum ekki tegund mótreiknings og mótreikningsnúmer á greiðslulínu.
Mótreikningur nr.:
Mótreikningur fyrir greiðslu. Í útgreiðslubók stofnum við mótfærslu sem sér línu þannig að við notum ekki tegund mótreiknings og mótreikningsnúmer á greiðslulínu.
Alm. bókunartegund mótreiknings:
Erfist úr númeri mótreiknings.
Alm. viðsk. bókunarflokkur:
Erfist úr númeri mótreiknings.
Alm. vörubókunarflokkur:
Erfist úr númeri mótreiknings.
VSK viðsk. bókunarflokkur:
Erfist úr númeri mótreiknings.
VSK vörubókunarflokkur:
Erfist úr númeri mótreiknings.
Tegund jöfnunar:
Tilgreinir hvaða jöfnun hefur verið skráð á greiðslu.
Kenni jöfnunar:
Númer fylgiskjals sem jafnast við greiðslu.
Gjalddagi jöfnunar:
Gjalddagi fylgiskjals sem jafnast við greiðslu.
Tegund bankagreiðslu:
Hér er fyllt út með rafrænni greiðslu sjálfkrafa.
Aðferð greiðslu:
Valið er á milli millifærslu eða kröfu. Kerfið velur það sjálfkrafa þegar greiðsla er búin í keyrslu.
Aðgerðir á útgreiðslubók
Greiðslutillögur til lánardrottna:
Þessi aðgerð fyllir útgreiðslubók með greiðslutillögum til lánardrottna. Sjá nánari lýsingu hér
Athuga greiðslur:
Þessi aðgerð athugar hvort greiðslur eru gildar áður en þær eru sendar í banka. T.d. hvort upphæðin sé í mínus, hvort upphæðin sé ekki örugglega stærri en 0 o.s.frv.
Greiðslupplýsingar:
Birtir greiðsluupplýsingar sem eru skráðar á útgreiðslu (bankanúmer, höfuðbók og númer bankareiknings m.a.). Sjá nánari lýsingu hér
Senda bunka í banka:
Sendir útgreiðslubunka í banka og þá breytist staðan á bankareikningslínu í Sent í banka.
Bóka:
Bóka útgreiðslubók. Það er bara hægt að bóka útgreiðslubók þegar allar línur eru með stöðu Staðfest í banka.
Lesa inn ógreiddar kröfur:
Kerfið les inn allar ógreiddar kröfur í banka. Sjá nánari lýsingu hér
Jafna færslur:
Hægt er að handjafna færslur í útgreiðslubók ef kerfið hefur ekki fundið jöfnunarnúmer.
Para við kröfur:
Ef ekki er hakað í "Para við kröfur" í Stillingar - Útgreiðslur þá mun kerfið leggja til millifærslu. Það er hægt að velja þessa aðgerð eftir á í útgreiðslubók og þá mun aðferð greiðslu breytast úr millifærslu í kröfu ef krafa er til í banka fyrir sömu lánardrottnafærslu. Sjá nánari lýsingu hér
Endurnúmera fylgiskjöl:
Ef notandi hefur eytt einhverjum línum í útgreiðslubók þá eru fylgiskjalsnúmer ekki lengur í réttri röð. Þá er hægt að velja aðgerðina "Endurnúmera fylgiskjöl" til að endurnúmera í réttri röð og svo er hægt að bóka bókina.
Búa til millifærslu:
Aðgerð til að búa til einfalda millifærslu. Sjá nánari lýsingu hér.
Athuga stöðu bunka:
Þegar útgreiðslubók hefur verið send til banka, fær hann stöðu "Send í banka" nema ef það er stilling í banka um að greiða bunka strax. Ef bunki bíður samþykkis til greiðslu í heimabanka þarf fyrst að samþykkja hann þar og svo er athugað stöðu bunka til að fá stöðuna "Staðfest frá banka".
Setja inn mismunalínur:
Ef einhver gjöld hafa lagst á kröfu í banka er greiðslan hærri en upphæð lánardrottnafærslu. Því er hægt að setja inn mismunalínur til að bóka aukagjöld (dráttarvexti, vanskilagjöld o.s.frv.) á rétta bókhaldslykla, skv. Stillingar - Útgreiðslur. Kerfið mun reyna að setja þær inn sjálfkrafa en ef það gerist ekki er hægt að velja aðgerðina eftir á.
Uppfæra kröfur:
Ef útgreiðslubók hefur verið mynduð og færslur geymdar í bók milli daga er hægt að uppfæra kröfur í bók þannig að ef gjöld hafa lagst á kröfu þá uppfærist það í bókinni.
Staðfesta tilvist allra bankareikninga:
Aðgerðin keyrir á alla bankareikninga sem eru í útgreiðslubók (vegna millifærslu) og staðfestir tilvist þeirra. Þetta kemur í veg fyrir að fá villu frá banka ef einhver bankareikningur er rangur.