Uppsetning bankakerfis
Þetta uppsetningarferli tekur saman uppsetningu á allri þeirri virkni sem bankakerfið býður upp á. Þ.e. tengingu með búnaðarskilríki, bankareikningum, kröfum,útgreiðslum, afstemmingum, bankatengingum og bankakerfisnotendum.
Upphafssíða
Hér er hægt að velja að búa einungis til tengingu við banka og sleppa öðrum stillingum. Hver og einn notandi mun þurfa að skrá sig inn með sínu eigin B2B bankaauðkenni.
Fjárhagstengingar
Hér þarf að setja inn búnaðarskilríki og leyfisnafn.
Yfirlit reikninga
Hér má sjá alla uppsetta bankareikninga. Til hliðar er hak sem segir til um hvort uppsetning á bankareikning er nægileg til að geta tengst við réttan banka. Smellið á 'Búa til bankareikning' til að bæta við reikning. Með því að smella á reikning opnast flýtiuppsetning bankareikninga.
Flýtiuppsetning Bankareikninga
Rauðmerktir reitir eru nauðsynlegir til að BC bankareikningur geti talað við reikning frá banka. Þegar uppsetningu er lokið mun hakast við uppsetningu lokið í lista bankareikninga.
Númeraseríur krafna
Kerfi getur búið til númeraseríu fyrir þig með því að smella á viðeigandi hnapp
Stillingar krafna.
Veljið innheimtureikning krafna og sérstillið aðra virkni
Kröfudagsetningar
Veljið dagafjölda milli eindaga og gjalddaga og hvenær krafan verður niðurfelld. Oftast 36M eða 48M
Kröfugreiðslubækur
Kerfi býr sjálfkrafa til bókarsniðmát og bókarkeyrslu fyrir notanda.
Kröfureikningur
Veljið eftirfarandi:
Fjárhagsreikningur vaxta:
Skilgreinir hvaða fjárhagsreikning vextir bókast á í inngreiðslubók.
Fjárhagsreikningur gjalda:
Skilgreinir hvaða fjárhagsreikning gjöld bókast á í inngreiðslubók.
Fjármagnstekjuskattur:
Skilgreinir hvaða fjárhagsreikning fjármagnstekjuskattur bókast á í inngreiðslubók.
Greiðslur
Greiðslur nota sínar eigin númeraseríur en hægt er að búa þær til sjálfvirkt með því að smella á viðeigandi hnapp. Síðan skal velja sjálfgefinn bankareikning.
Mótreikningar greiðslna
Veljið mótreikning gjalda, mótreikning vaxta og reikning vanskilagjalds.
Afstemmingar
Afstemmingar nota sínar eigin númeraseríur en hægt er að búa þær til sjálfvirkt með því að smella á viðeigandi hnapp.
Dagsetningarmunur í afstemmingum
Mesti leyfilegi munur á jöfnuðum færslum. t.d. 3D fyrir 3 daga.
Tengja B2B bankanotanda
Hér á að velja alla banka sem þið eruð í viðskiptum hjá. Hver og einn notandi bankakerfisins fer í gegnum þessa uppsetningu og skráir inn sitt B2B auðkenni.
Arion B2B tenging
Þessi síða birtist einungis ef hakað er við Arion á "Tengja B2B bankanotanda" síðu. Hver notandi setur inn sitt eigið B2B bankaauðkenni
Íslandsbanki B2B tenging
Þessi síða birtist einungis ef hakað er við Íslandsbanki á "Tengja B2B bankanotanda" síðu. Hver notandi setur inn sitt eigið B2B bankaauðkenni
Kvika B2B tenging
Þessi síða birtist einungis ef hakað er við Kviku á "Tengja B2B bankanotanda" síðu. Hver notandi setur inn sitt eigið B2B bankaauðkenni
Landsbankinn B2B tenging
Þessi síða birtist einungis ef hakað er við Landsbankann á "Tengja B2B bankanotanda" síðu. Hver notandi setur inn sitt eigið B2B bankaauðkenni
Samantekt
Hér má sjá samantekt yfir uppsetningu. Veljið ljúka þegar allt er klárt