Hoppa yfir í efnið

Útgreiðslur - Millifærslur

Hér verður lýst hvernig hægt er að framkvæma innlendar millifærslur fyrir útgreiðslur í Bankakerfinu.

Aðgerðir

1. Stillingar á lánardrottnum:

Áður en millifærsla er framkvæmd er mikilvægt að allar stillingar á lánardrottnum séu réttar. Það þarf að passa að eftirfarandi reitir á lánardrottnaspjaldi séu fylltir út með réttum gildum: nafni, heimilisfangi, borg, landi, gjaldmiðilskóta.

alt text

Hægt er að nota aðgerðina "Athuga tilvist bankareiknings" til að staðfesta að réttur bankareikningur hefur verið skráður í kerfinu.

2. Framkvæma millifærslu.

2.1. Framkvæma millifærslu handvirkt:

Það kemur fyrir að maður þurfi að framkvæma millifærslu handvirkt án þess að fá tillögu frá kerfinu. T.d. endurgreiðslu til starfsmanns eða greiðslu til verktaka sem bíður fyrir framan gjaldkera. Þessi millifærsla getur jafnvel verið framkvæmd áður en reikningur er bókaður.

Þetta er gert undir RdN Útgreiðslubók - Greiðslubækur

alt text

Til að búa til millifærslu þarf einungis að velja lánardrottinn, mynt og upphæð.

alt text

Ef bankareikningsupplýsingar eru fylltar út á lánardrottnaspjaldi þá finnur kerfið það til að fylla sjálfkrafa inn í útgreiðslubók.

Staða á bankareikningslínu er "Ósend". Það er því hægt að eyða línu á meðan ekkert hefur verið sent í banka.

alt text

Næst þarf að senda bunka í banka og þá breytist staðan í "Send í banka".

alt text

Athugið að stillingar á bankanotanda í banka geta krafist tvöfaldrar staðfestingar á útgreiðslu og því þarf að opna heimabanka, finna bunka til greiðslu og staðfesta greiðslu.

Eftir það er hægt að velja "Athuga stöðu bunka" og þá breytist staðan í "Staðfest frá banka".

Þegar allar línur í útgreiðslubók er með stöðu "Staðfest frá banka" er hægt að bóka útgreiðslubók.

2.2. Nota greiðslutillögu til lánardrottna til að millifæra:

Til að byggja útgreiðslur á bókun reikninga á lánardrottnum auk forgangsröðunar greiðslna sem hægt er að setja upp í kerfinu er best að nota greiðslutillögu til lánardrottna í útgreiðslubók.

alt text

alt text

Það er hægt að nota greiðslutillögur á marga vegu.

  • Síðasti greiðsludagur er dagsetning sem kerfið notar til að leggja til greiðslu reikninga sem eru bókaðir á gjalddaga fyrir þessa dagsetningu. T.d. ef síðasti greiðsludagur er 01.05.23 og reikningar eru bókaðir á bókunardagsetningu 10.05.23 mun kerfið ekki leggja til að greiða þá.

  • Kerfið leggur til bókunardagsetningar útgreiðslu á dagsetningu í dag auk upphafsnúmeri skjals sem kemur frá númeraröð á útgreiðslubók.

  • Hægt er að afmarka sig meira, t.d. ef maður vill fá greiðslutillögur á tiltekinn lánardrottinn eða á tiltekinn kóta greiðslumáta (t.d. greiða alla lánardrottna sem greiðast með millifærslu).

alt text

Athuga að aðferð greiðslu er "Millifærsla". Ef kerfið er stillt upp til að para greiðslutillögur við kröfu og krafa er til í banka þá mun kerfið leggja til að greiða kröfu. Sjá að neðan.

Þegar búið er að framkvæma greiðslutillögur og búið er að yfirfara að allar upplýsingar séu réttar þá eru greiðslur sendar í banka. Það er alltaf hægt að eyða ósendum útgreiðslum ef útkoman er ekki eins og maður vill hafa það. Þegar greiðslur eru sendar til banka þá fá þær stöðu "Send í banka".

alt text

2.3. Athuga stöðu bunka:

Aðgerðin "Athuga stöðu bunka" sér um að athuga hvort greiðslur hafi verið staðfestar af banka. Ef mikið álag er á kerfinu þá getur tekið smá stund fyrir greiðslur að verða staðfestar.

alt text

Þegar búið er að staðfesta að greiðslur séu villulausar og hafi skilað sér til banka breytist staða á greiðslum í "Staðfest frá banka".

3. Greiða ógreidda kröfu til lánardrottna.

3.1. Sækja ógreidda kröfu frá banka:

Hægt er að afmarka sérstaklega á tiltekinn lánardrottinn ef maður vill bara greiða hans kröfur að þessu sinni.

alt text

alt text

Útgreiðslubók fyllist sjálfkrafa með öllum kröfum til greiðslu og aðferð greiðslu er "krafa". Ef krafa ber aukagjöld eða dráttarvexti þá stofnar kerfið sjálfkrafa aukalínur fyrir þær í útgreiðslubók.

alt text

Þá þarf bara að senda bunka í banka og þannig greiða kröfur. Staðan verður þá "Staðfest frá banka".

Athuga að ef kröfur voru ekki stofnaðar í Bankakerfi þá mun kerfið ekki stinga upp á jöfnun á innkaupareikningi. Starfsmaður verður þá að jafna handvirkt.

3.2. Para greiðslutillögu við kröfu:

Ef kerfið er stillt upp til að para greiðslutillögur við kröfu og krafa er til í banka þá mun kerfið leggja til að greiða kröfu. Því verður aðgerð greiðslu "Krafa" í bók. Millifærsla gerist því aldrei ef krafa er til í banka.

Sama ferli tekur svo við og fyrir ógreidda kröfu. Kerfið stingur upp á jöfnun á innkaupareikningi sem er á bak við kröfu.

4. Bóka útgreiðslubók:

alt text

Þegar allar greiðslur hafa verið staðfestar frá banka er hægt að bóka útgreiðslubók.

alt text

Útgreiðslur bókast og jafnast á móti viðeigandi innkaupareikning og þær lokast.