Stofna kröfur
Hér verður lýst hvernig kröfur eru stofnaðar og sendar í banka.
Aðgerðir
1. Setja upp kóta greiðslumáta á viðskiptamann:
Það getur verið gáfulegt að stofna kóta greiðslumáta fyrir kröfur til þess að aðgreina viðskiptamenn sem fá kröfu frá þeim sem millifæra greiðslu. Þetta er gert undir Greiðsluhættir og kótinn stofnaður með því að smella á "Nýtt".
Í framhaldi er kóði greiðslumáta skráður á viðskiptamannaspjald þannig að hann erfist á milli reikninga.
2. Búa til og bóka sölureikning:
Sölureikningur er búinn til og bókaður á viðskiptavin. Þá verður til viðskiptamannafærsla sem er opin og með eftirstöðvar.
3. Búa til kröfu fyrir sölureikning:
Athugið að ef kröfur stofnast sjálfkrafa í kerfinu við bókun reikninga þá þarf ekki að fara gegnum þetta handvirkt.
3.1. Stofna kröfubunka:
Kerfið úthlutar númeri sjálkrafa. Svo þarf að fylla inn lýsingu og velja bankareikning fyrir innheimtuaðila.
Þá er allt tilbúið til að mynda kröfur í kröfubunka.
3.2 Mynda kröfur:
Ef á að mynda kröfu á alla opnar viðskiptamannafærslur þá þarf ekki að fylla neitt inn í þetta form. Hinsvegar ef á að mynda kröfu á sérstakan viðskiptamann þá þarf að setja númer hans í "Nr. viðskiptamanns".
Kerfið mun mynda kröfu á allar opnar viðskiptamannafærslur af tegund "Reikningur" m.v. afmörkun sem er sett í formið.
Ef á að búa til eina kröfu per kúnna þá er hægt að velja það en þá sameinar kerfið allar opnar viðskiptamannafærslur í eina kröfu. Athugið að það getur verið óhentugt seinna til að stemma af greiðslur á móti reikningum.
Krafan stofnast með stöðu í banka "Ósend" og aðgerðin er sjálfkrafa "Stofna". Svo lengi sem staða á kröfu er "Ósend", er hægt að breyta henni, eyða og byrja aftur án vandræða þar sem ekkert hefur verið sent til banka.
Ef allt lítur vel út er hægt að velja Framkvæma aðgerðir til að stofna kröfu í banka.
Þá breytist staða á kröfu í "Send".
Í kröfubunka eru nokkrar aðgerðir sem hægt er að framkvæma á línu.
Lítum aðeins á kröfuspjald til að sjá hvernig krafa er mynduð.
Allar upplýsingar um kröfu eru á spjaldinu, t.d. gjalddagi, eindagi, upphafleg upphæð, upphæð, greidd upphæð o.fl. Neðst er kröfulína sem sýnir hvaða reikningar krafa byggist á.
Ef valið er Lína - Sýna reikninga í kröfubunkalínu þá opnast sölureikningur sem krafa byggist á. Athugið að þetta virkar eingöngu ef það er einn sölureikningur per kröfu.
Ef er valið Lína - Prenta greiðsluseðil þá er hægt að velja hvaða greiðsluseðil á að prenta og hann prentast á forprentuðum pappír fyrir greiðsluseðla.
3.3. Kröfunúmer á viðskiptamannafærslu:
Kröfunúmerið er fyllt út per viðskiptamannafærslu.
Ef smellt er á kröfunúmerið, opnast kröfuspjaldið. Sjá nánari lýsingu hér.