Hoppa yfir í efnið

Meðhöndlun kröfugreiðslna

Hér verður lýst hvernig hægt er að meðhöndla kröfugreiðslur í kerfinu.

Aðgerðir

1. Lesa inn kröfugreiðslur :

Þegar viðskiptavinur borgar kröfu í heimabanka þá skilar kröfugreiðslan sér til kröfuhafa daginn eftir. Reiknistofa Bankana staðfestir allar kröfur á miðnætti.

Mælt er með að sækja kröfugreiðslur frá banka á hverjum degi. Hægt er að setja það upp sem sjálfvirkni í verkraða, sjá hér.

Kröfugreiðsla inniheldur allskonar upplýsingar, t.d. kröfunúmer, viðskiptavin, upphæð greiðslu, upphæð dráttarvaxta auk annarra gjalda og dagsetning greiðslu.

Kerfið les þessar upplýsingar í rétta reiti til þess að mappa við fjárhagslykla í bókun.

alt text

Kröfugreiðslur safnast svo saman á þessa síðu en þegar þær hafa verið bókaðar í fjárhag eru þær merktar með bláu haki fremst. Um leið og kröfugreiðsla hefur verið sótt frá banka breytist staða kröfu í "Greidd" ef krafa er greidd að fullu. Ef um hlutagreiðslu er að ræða, þá verður staðan áfram "Opin" þangað til hún er fullgreidd.

alt text

2. Færa kröfugreiðslur í inngreiðslubók:

Notandi þarf að færa kröfugreiðslur í inngreiðslubók til að bóka þær í fjárhag.

alt text

2.1. Full greiðsla færð í inngreiðslubók:

Í inngreiðslubók verða til 2 línur:

  • Bankareikningslína: Kerfið fyllir út með bankareikningsnúmeri sem krafan var stofnuð á og upphæð sem var lögð í banka.

  • Viðskiptamannalína: Kerfið fyllir út með númeri viðskiptamanns sem greiddi kröfuna og upphæð sem var greidd. Ef krafan var búin til á einni viðskiptamannafærslu og sú færsla er ennþá opin mun kerfið leggja til jöfnun á þeirri færslu. Ef færslan finnst ekki verður sá reitur skilinn eftir tómur og hægt er að velja "Jafna færslur handvirkt".

alt text

Það getur gerst að færslan hefur verið t.d. kreditfærð í millitíðinni en krafan ekki felld niður og því greidd. Ef svo er þarf að bóka kröfugreiðslu án jöfnunar og svo endurgreiða viðskiptavini og jafna endurgreiðslu við fyrri greiðslu.

alt text

Eftir bókun á inngreiðslubók þá bókast bankareikningsfærsla og viðskiptamannafærsla. Ef greiðslan jafnast við reikning í viðskiptamannafærslu þá lokast þær.

2.2. Greiðsla auk dráttarvaxta og aukagjalda færð í inngreiðslubók:

Ef krafan ber aukagjöld (seðilgjald, vanskilagjalda...) og auk þess var greidd eftir eindaga og dráttarvextir hafa reiknast á kröfuna þá er kröfugreiðsla sótt auk vaxta og annarra gjalda.

Þegar kröfugreiðslan er færð inn í banka notar kerfið Stillingar - Kröfugreiðslur til að sækja réttan bókhaldslykil fyrir aukagjöld.

Í inngreiðslubók verða til fleiri en 2 línur:

  • Bankareikningslína: Kerfið fyllir út með bankareikningsnúmeri sem krafan var stofnuð á og upphæð sem var lögð í banka.

  • Viðskiptamannalína: Kerfið fyllir út með númeri viðskiptamanns sem greiddi kröfuna og upphæð sem var greidd.

  • Viðskiptamannalína í öfugu formerki: Þarna er verið hægt að færa dráttarvexti úr viðskiptamannafærslu til að bóka á fjárhagslykil á móti.

  • Fjárhagsfærsla: Kerfið fyllir út með fjárhagslyklli sem var sett í Stillingar - Kröfugreiðslur til að bóka dráttarvexti.

Ef það eru fleiri aukagjöld, t.d. vanskilagjald, fjármagnstekjuskattur o.fl, þá bætast við fleiri línur í inngreiðslubók á viðeigandi bókhalslykla sem hafa verið settir í Stillingar - Kröfugreiðslur.

2.3. Kröfugreiðsla sem er hlutagreiðsla færð í inngreiðslubók:

Ferlið er alveg eins og um fulla greiðslu sé að ræða.

Krafan verður áfram með stöðuna "Opin" á meðan að hún er ekki fullgreidd.

Hlutagreiðslan jafnast við sölureikning og þá minnka eftirstöðvar reiknings en reikningur er ennþá opinn þangað til krafa er að greidd að fullu.