Dreifa Kröfu
Aðgerðin „Dreifa kröfu“ gerir notanda kleift að skipta upp kröfu í tvo eða fleiri gjalddaga.
Notandi velur fjölda krafna sem skal stofna út frá upprunalegu kröfunni, ásamt tímafresti milli gjalddaga.
Dæmi: Upprunalega krafan er að upphæð 100.000 kr. með gjalddaga 01/01/2024. Ef kröfunni er dreift á fjóra gjalddaga með eins mánaðar millibili, verða stofnaðar fjórar kröfur, hver að upphæð 25.000 kr., með gjalddögum 01/01/2024, 01/02/2024, 01/03/2024 og 01/04/2024.
Skilyrði
Til að hægt sé að dreifa kröfu þarf hún að vera opin, þ.e. hún má vera send í banka svo lengi sem ekkert hefur verið greitt inn á hana.
Eftir að dreifingu er lokið verður upprunalegu kröfunni eytt.