Hoppa yfir í efnið

Kröfuspjald

alt text

Flipi - Almennt

Bunka nr.:

Nr. kröfubunka sem krafa var stofnuð í.

Nr.:

Númer kröfu skv. númeraröð sem tilgreint er í Stillingar - Kröfur.

Kröfunúmer frá banka:

Númer sem er einkenni kröfu í banka.

Stofntími:

Dagsetning og tími sem krafa var stofnuð.

Lýsing:

Lýsing fyllist sjálfkrafa með heiti viðskiptamanns eftir stofnun kröfu.

Hlutagreiðsla leyfileg:

Ef á að leyfa hlutagreiðslu á kröfu á að haka í þennan reit. Ef þetta er almennt leyfileg skv. Stillingar - Kröfur þá erfist þetta hak þaðan. Ef ekki en er leyfilegt skv. bankastillingar viðskiptamanns þá erfist þetta hak þaðan. Hægt er að taka hakið af fyrir sérstaka kröfu þó svo það erfðist frá stillingunum.

Flipi - Viðskiptamenn

Selt-til viðskiptam. nr.:

Nr. viðskiptamanns sem var í reitnum "Selt-til viðskiptam." á sölureikningi.

Seljist til viðskiptam. nafn:

Nafn viðskiptamanns sem var í reitnum "Selt-til viðskiptam. nafn" á sölureikningi.

Kenni viðskiptamanns:

Nr. viðskiptamanns sem fær kröfu.

Reikn.færist á viðskm.:

Nr. viðskiptamanns sem var í reitnum "Reikn.færist á viðskm." á sölureikningi.

Reikn.færist á viðskm. nafn :

Nafn viðskiptamanns sem var í reitnum "Reikn.færist á viðskm. nafn" á sölureikningi.

Flipi - Staða kröfu

Gjalddagi:

Gjalddagi kröfu. Kemur úr dagsetningu sem var sett í aðgerðinni "Mynda kröfu" eða er vinnudagsetning ef var skilið eftir autt í aðgerðinni "Mynda kröfu".

Eindagi:

Eindagi kröfu. Kemur úr dagsetningu sem var sett í aðgerðinni "Mynda kröfu" eða er vinnudagsetning ef var skilið eftir autt. Ef viðskiptamaður er með sérstakan kóta bankakerfisgrunns þá hefur það forgang. Annars ef gildi hefur verið sett í Stillingar - Kröfur þá hefur það forgang.

Staða kröfu:

Segir til um stöðu í banka. Möguleikar eru: tómt (ef hefur ekki verið sent), Opin (krafa send), Greidd (krafa greidd í banka), Hlutagreidd (krafa hlutagreidd í banka), Niðurfelld (krafa felld niður í banka).

Staða:

Samskiptastaða.

Niðurfelling send þann:

Dagsetning sem notandi sendi niðurfellingarbeiðni í banka.

Niðurfellingardagur:

Sá dagur sem krafa verður felld niður sjálfkrafa í bankanum ef hún er ennþá ógreidd.

Dagsetning framkvæmdar greiðslu:

Dagsetning sem kröfugreiðsla var framkvæmd.

Frestur:

Tengist Mótus kerfinu.

Upphafleg upphæð:

Upphafleg upphæð kröfu (upphæð kröfu við stofnun).

Upphæð:

Núverandi upphæð kröfu (getur hafa verið hlutagreidd eða eftirstöðvar reiknings hafa breyst síðan).

Greitt upphæð:

Upphæð sem hefur verið greidd á kröfu.

Eftirstöðvar:

Eftirstöðvar kröfu ef upphæð er ekki sama og upprunaleg upphæð.

Aðgerð:

Við stofnun kröfu verða allar kröfur með stöðu Stofna. 4 möguleikar eru í boði: tómt, stofna, uppfæra, fella niður. Hægt er að velja handvirkt í reitnum per kröfu eða láta reitinn fyllast út frá aðgerð (t.d. Fella niður valda kröfu).

Breytingartími:

Dagsetning og tími sem kröfu var breytt eftir stofnun. Ef sama dagsetning er í stofntíma og breytingartíma hefur kröfu ekki verið breytt eftir stofnun.

Dagsetningarafmörkun:

Er ónotað.

Milliinnheimta Aðgerð:

Tengist Mótus kerfinu.

Flipi - Bankaupplýsingar

Bankareikningur:

Bankareikningur sem krafa var stofnuð í.

Banki nr.:

Númer banka fyrir bankareikning.

Höfuðbók:

Höfuðbók bankareiknings.

Auðkenni:

Innheimtuauðkenni úr bankanum.

Tilvísun yðar:

Fyllist sjálfkrafa með númer kröfu.

Síðast sótt frá banka:

Dagsetningin þegar upplýsingar voru sóttar frá banka

Heildarupphæð til greiðslu:

Upplýsingar eins og þær eru skráðar í bankanum

Tilkynningargjald:

Upplýsingar eins og þær eru skráðar í bankanum

Vanskilagjald:

Upplýsingar eins og þær eru skráðar í bankanum

Annar kostnaður:

Upplýsingar eins og þær eru skráðar í bankanum

Annar vanskilakostnaður:

Upplýsingar eins og þær eru skráðar í bankanum

Dráttarvextir:

Upplýsingar eins og þær eru skráðar í bankanum

Flipi - Samskipti

Samskiptastaða:

Segir til um hvort krafa hefur verið send í banka eða ekki.

Samskipta villa:

Ef krafa hefur lent á villu í bankasamskiptum er hakað í þennan reit.

Samskipta villa nr.:

Ef krafa hefur lent á villu í bankasamskiptum er reiturinn fylltur með villunúmeri.

Samskipta villa lýsing:

Ef krafa hefur lent á villu í bankasamskiptum er reiturinn fylltur með villulýsingu.

Samskipta færslur tegund:

Ef krafa hefur lent á villu í bankasamskiptum er reiturinn fylltur með tegund.

Flipi - Listi kröfulína

Úr lista kröfulína er hægt að opna viðskiptamannafærslu sem krafa byggist á.

Sjá útskýringu á reitum í lista kröfulína hér.