Greiðsludreifing sölupantana
Aðgerðin gerir notendum kleift að dreifa upphæð sölupöntunar í fleiri greiðslur fram í tímann.
Dæmi er dreifing sölupöntunar á 6 mismunandi gjalddaga.
Aðgerðir
1. Setja upp kóta greiðsluskilmála fyrir dreifingu:
Ef greiðsludreifingin á að vera mánaðarlega í 6 mánuði þarf að stofna kóta þar sem fjöldi gjalddaga er 6 og tímabil milli gjalddag er 1M.
Athuga að afsláttar% á að vera 0.
2. Stofna sölupöntun:
Fyllt er inn í alla reiti og kóti greiðsluskilamála erfist frá viðskiptamanni.
3. Velja að dreifa greiðslum:
4. Bóka sölupöntun.
5. Niðurstaða í viðskiptamannafærslum:
-
Bókaður reikningur er kreditfærður að fulla á sama gjalddaga og upprunaleg sölupöntun.
-
Viðskiptamannafærslur af tegund "Reikningur eru stofnaður", eins margar og kóti greiðsluskilmála segir til um (í okkar dæmi eru 6 greiðslur með mánaðar millibil). Gjalddagi fyrstu greiðsludreifingar er sá sami og gjalddagi upprunalegrar sölupöntunar.
6. Mynda kröfur fyrir greiðsludreifingu:
Þegar er valið að mynda kröfur á þessum viðskiptavini þá myndast 6 mismunandi kröfur á viðeigandi gjaldaga.