Senda rafræn skjöl í banka
Hér verður lýst hvernig hægt er að senda rafræn skjöl í banka, t.d. sölureikning sem fylgir kröfu.
1. Stilla viðskiptamann til að senda rafræn skjöl í heimabanka:
Ef viðskiptamaður á að fá rafræn skjöl send í heimabanka þá verður að haka í þennan reit á viðskiptamannaspjaldinu.
2. Bóka sölureikning:
Um leið og sölureikningur er bókaður sendist hann rafrænt í heimabanka viðskiptamannsins.