Hoppa yfir í efni

Uppsetning bankakerfis

Hér verður lýst hvernig á að setja upp Bankakerfi.

Setja upp fjárhagstengingar:

alt text

Hýsingaraðili skilar upplýsingum um API lykil, heiti búnaðarskilríkis (leyfi) og slóð á fjárhagstengingar til að fylla inn.

Þegar það er komið má smella á "Prófa tengingu" til að vera viss að allt hefur verið sett upp.

Upp geta komið mál þar sem heiti á búnaðarskilríki eða slóð á fjárhagstengingar eru rangar.

Setja upp RdN kröfur:

alt text

Það þarf að setja upp númeraröð fyrir kröfur. Athugið að kröfunúmer eiga að vera 6 tölustafa löng (best að byrja með 000001).

Það þarf að setja upp númeraröð fyrir kröfubunka (frjálst val).

alt text

Oftast eru greiðsluseðlar rafrænir og ef á að bæta við seðilgjaldi ofan á kröfu þarf að fylla inn í pappírslaus gjöld (t.d. 240 kr). Ef banki á að senda greiðsluseðil í pósti til viðskiptavina þarf að fylla inn í útprentunargjald.

Ef á að bæta við öðrum kostnaði á kröfu þarf að fylla inn í reitinn "Annar kostnaður".

alt text

Ef kerfið á sjálfkrafa að reikna út eindaga út frá gjalddaga reiknings þarf að fylla inn í reitinn "Gjalddagi með útreikningi" (t.d. 5D fyrir 5 dagar). Sjá nánari lýsingu hér.

Lágmarks tímabil gjalddaga.

Athugið að það er mikilvægt að fylla inn í niðurfellingardag, oftast er notað 36M eða 48M. Ef reitur er skilinn eftir tómur þá verður niðurfellingardagur sami og gjalddagi sem getur valdið vandræðum.

alt text

Ef fyrirtæki vill láta birta athugasemdartexta á greiðsluseðli er hægt að fylla það inn í reitinn "Athugasemd" á greiðsluseðli.

Til þess að kröfubunkar stofnist sjálfkrafa á sama bankareikning þarf að tilgreina bankareikningsnúmer í reitnum "Innheimtuaðili".

Ef á að leyfa hlutagreiðslur á kröfum er hakað í reitinn "Hlutagreiðsla leyfð". Þá mun þetta hak fyllast sjálfkrafa á kröfubunka.

Ef á að stofna kröfur sjálfkrafa eftir bókun sölureiknings er hakað í reitnum Nota sama dags bókun.

Ef á að stofna kröfur sjálfkrafa er fyllt út í reitnum Kóði greiðslumáta sem á að nota til að stofna kröfurnar.

Ef á að sækja kröfugreiðslur sjálfvirkt þarf að velja í reitnum Sækja færa og/eða bóka. Möguleikar eru: Sækja, Sækja og færa í inngreiðslubók eða Sækja, færa í inngreiðslubók og Bóka inngreiðslubókina.

alt text

Það þarf að velja bókarsniðsmát og bókarkeyrslu sem kerfið á að nota þegar kröfugreiðslur eru færðar í inngreiðslubók. Einnig hvort eigi að vera eitt fylgiskjalsnúmer á bók (sem er sjaldan tilfelli).

Ef númeraröð hefur verið sett á inngreiðslubók þarf ekki að tilgreina það hér.

alt text

Hér þarf að fylla inn með bókhaldslyklum sem kerfið á að nota til að bóka vexti, gjöld og fjármagnstekjuskatt.

Mótreikningur gjalda og vaxta er ekki notaður lengur.

alt text

Ef hakað er í reitinn "Lýsing innheldur tegund færslu" þá mun t.d. Innb. bætast við heiti lánardrottins í lánardrottnafærslu (sama með vexti).

Setja upp RdN greiðslur:

alt text

Það þarf að velja númeraröð greiðslu sem er notuð í útgreiðslubók, nema númeraröðin hefur verið sett upp á bók.

Ef á að fá eitt fylgisskjalsnúmer per útgreiðslubók þarf að haka í þennan reit (sem er sjaldan tilfelli).

alt text

Það þarf að fylla inn bókhaldslykla vegna gjalda og vaxta á útgreiðslum. Kerfið fyllir sjálfkrafa inn þegar greiddar eru ógreiddar kröfur ef vextir og gjöld hafa lagst á hana.

alt text

Hér á að tilgreina hvernig á að meðhöndla valkröfur ef nauðsynlegt er.

alt text

Ef kerfið á að para greiðslutillögur við kröfu þarf að haka í þennan reit. Það sem gerist þegar valið er "Greiðslutillögur til lánardrottna" og ef krafa liggur í banka fyrir sömu lánardrottnafærslu þá leggur kerfið til að greiða kröfu frekar en að millifæra.

Setja upp RdN afstemmingu:

alt text

Stofna þarf númeraröð vegna jöfnunar í afstemmingu. T.d. AF000001.

alt text

Ef á að nota eitt jöfnunarnúmer á keyrslu (sjálfvirk jöfnun) þá þarf að haka í þennan reit (sjaldan tilfelli).

Leyfa óöruggar uppástungur er notað ef á að virkja sjálfvirka jöfnun á færslur sem eru ekki á sömu dagsetningu né sömu upphæð. Þetta getur verið varasamt.

Það er tengt reitnum "Mesti leyfilegi dagsetningarmunur" í sjálfvirkri jöfnun. Það er gott að setja 3D hérna þar sem dagsetningar í banka geta munað um 1-2 daga eftir því hvort um virkan dag eða helgi er að ræða.

Setja upp bankanotendur:

alt text

Hver Dynamics 365 Business Central notandi getur sett upp sinn eigin bankanotanda auðveldlega.

Velja "Uppsetning með hjálp" og fylgja leiðbeiningum.

alt text

Notandakenni fyllist sjálfkrafa inn. Notandi þarf svo að velja bankaþjónustu sem hann er með aðgang að.

alt text

Notandi skráir notandanafn í banka (sama og hann notar í heimabanka) og lykilorð. Í framhaldi velur hann "Skrá notanda" og fær svo jákvætt svar.

Þá lítur skráning svona út í RdN bankanotendur:

alt text

Setja upp bankareikning:

alt text

Bankareikningur er stofnaður í Microsoft Dynamics 365 Business Central með lýsandi heiti. Þeir reitir sem skipta mál eru bankanúmer (athugið að það þarf að vera 4 tölustafa langt, gæti þurft að bæta við 0 fyrir framan ef það er of stutt), kenni nr. (höfuðbók) og númer bankareiknings (athuga að það þarf að vera 6 tölustafa langt, gæti þurft að bæta við 0 fyrir framan ef það er of stutt), bókunarflokkur bankakreikninga og gjaldmiðilskóti (ef ekki ISK) undir flipanum "Bókun".

alt text

Næst er farið í Tengt - Uppsetning Bankakerfis.

Til að virkja bankatengingu þarf að fylla inn reitina undir "Samskipti": kennitala fyrirtækisins, uppsetning bankaþjónustu (hvaða B2B þjónustu á að nota, t.d. Landsbanki), innheimtuauðkenni og höfuðbók (alltaf 66 fyrir kröfur) ef á að stofna kröfu og lesa inn kröfugreiðslur. Innheimtuauðkenni finnst í heimabanka.

  • Útreikningur dráttarvaxta og vanskilagjalds:

Ef allir reitir undir flipanum "Almennt" eru skildir eftir tómir þá reiknast engir dráttarvextir né vanskilagjöld á kröfu.

alt text

Til að láta dráttarvexti reiknast á kröfu þarf að velja "Reikna vexti". Þá reiknast dráttarvextir skv. dráttarvaxtatöflu Seðlabankans. Ef hefur verið samið um aðra dráttarvaxtaprósentu við banka, á að velja "Sértakur kóti" í reitnum "Vanskilavextir" og setja inn kóta í reitnum "Sértakur kóti vanskilavaxta".

Sömuleiðis ef á að bæta við vanskilagjaldi þarf að velja hvernig vanskilagjaldið á að reiknast. Möguleikarnir eru: Ekkert vanskilagjald, Gjalddagi-gildi eru upphæðir, Gjalddagi-Gildi eru prósentur, Eindagi-gildi eru upphæðir, Eindagi-Gildi eru prósentur.

Í framhaldi þarf að fylla út upphæð vanskilagjalds auk fjölda daga sem eiga að líða milli fyrstu og annarra vanskilagjalda úr frá gjalddaga eða eindaga. "Gildi eru upphæðir" er notað þegar á að leggja á tiltekna upphæð sem vanskilagjald (t.d. 950 kr) en ef prósentan er valin þá er skráð prósentan (t.d. 10) í reitinn "Fyrsti afsláttur eða vanskilagjald".

Athuga að ef þetta hefur verið fyllt út í bankastillingum viðskiptamanns þá hefur það forgang á uppsetningu bankareiknings.