Hoppa yfir í efni

Stofna kröfur sjálfkrafa

Hér verður lýst hvernig hægt er að stilla kerfið þannig að kröfur stofnast sjálfkrafa um leið og sölureikningur er bókaður.

Aðgerðir

1. Setja upp kóta greiðslumáta á viðskiptamann:

alt text

Það getur verið gáfulegt að stofna kóta greiðslumáta fyrir kröfur til þess að aðgreina viðskiptamenn sem fá kröfu frá þeim sem millifæra greiðslu.

Í framhaldi er kóti greiðslumáta skráður á viðskiptamannaspjald þannig að það erfist á reikningum.

alt text

2. Stilla kerfið til að stofna kröfur sjálfkrafa:

alt text

Haka í reitinn "Nota sama dags kröfur" og velja kóti greiðslumáta sem er notað af kerfinu til að stofna kröfu sjálfkrafa.

2. Búa til og bóka sölureikning:

Sölureikningur er búinn til og bókaður á viðskiptavin. Þá verður til viðskiptamannafærsla sem er opin og með eftirstöðvar.

alt text

3. Kerfið býr til kröfubunka fyrir daginn:

alt text

4. Kerfið býr til kröfuna sjálfkrafa innan dags kröfubunka:

alt text

Krafan stofnast með stöðu í banka "Ósend" og aðgerðin er sjálfkrafa "Stofna". Svo lengi sem staða á kröfu er "Ósend", er hægt að breyta henni, eyða og byrja aftur án vandræða þar sem ekkert hefur verið sent til banka.

Ef allt lítur vel út er hægt að velja Framkvæma aðgerðir til að stofna kröfu í banka. Sjá nánari lýsingu hér.

3.3. Kröfunúmer á viðskiptamannafærslu:

alt text

Kröfunúmerið er fyllt út per viðskiptamannafærslu.

Ef smellt er á kröfunúmerið, opnast kröfuspjaldið. Sjá nánari lýsingu hér.