Meðhöndlun krafna
Hér verður lýst hvernig hægt er að meðhöndla kröfur í kerfinu.
Best er að vinna í "Vinnuskjali krafna" þar sem allar kröfur eru á sama stað og hægt er að nota afmarkanir til að vinna betur með þær.
Aðgerðir
1. Vinnuskjal krafna:
Á vinnuskjali krafna er hægt að afmarka sig á viðskiptavini og dagsetningu. Það er líka hægt að afmarka sig á stöðu krafna (opin, hlutagreitt, niðurfelld, greitt) og hvort hún sé komin yfir gjalddaga eða eindaga.
Oftast vill notandi afmarka sig á opnar kröfur.
Hægt er að fella niður eða uppfæra valda kröfu ef notandi vinnur bara með eina kröfu í einu.
Ef notandi vill láta kerfið vinna sjálfvirkt þá á að nota aðgerðartillögur á kröfubunka.
2. Fella niður kröfu handvirkt:
Hægt er að velja kröfuna og svo Vinnsla - Fella niður valda kröfu. Þá merkist krafan sem "Fella niður" í reitnum Aðgerð og þegar er búið að framkvæma aðgerðir þá breytist staða kröfu í "Niðurfelld".
Það er ekki lengur hægt að stofna aftur sömu kröfu, uppfæra né að greiða inn á fellda kröfu. Ef niðurfellingin voru mistök þá á að stofna aftur nýja kröfur fyrir sama reikning með því að haka í "Endurgera kröfu" í aðgerðinni "Mynda kröfu". Sjá nánari lýsingu hér.
3. Uppfæra kröfu handvirkt:
Hægt er að velja kröfuna og svo Vinnsla - Uppfæra valda kröfu.
Í raun er bara hægt að breyta eindaga handvirkt, ekki upphæð.
Þannig að fyrst er breytt eindaga á kröfu og við það fyllir kerfið sjálfkrafa í reitinn "Aðgerð" með gildi "Uppfæra" og reitnum "Samskiptastaða" í "Ósend".
Þegar er búið að framkvæma aðgerðir þá breytist staða í "Send" og eindagi hefur uppfærst í banka.
4. Aðgerðartillögur á kröfubunka:
4.1. Nota aðgerðartillögu til að fella niður kröfu:
Aðgerðartillagan byggist á eftirstöðvum á viðskiptamannafærslum.
Þannig að fyrst þarf að búa til kreditreikning og jafna hann við sölureikning þannig að eftirstöðvar verða 0.
Þá mun kerfið leggja til að fella niður kröfu sem byggist á þessari viðskiptamannafærslu.
Þegar er búið að framkvæma aðgerðir þá breytist staða kröfu í "Niðurfelld".
4.2. Nota aðgerðartillögu til að uppfæra upphæð á kröfu:
Aðgerðartillaga byggist á eftirstöðvum á viðskiptamannafærslum.
Þannig að fyrst þarf að búa til kreditreikning eða bóka greiðslu á sölureikning og jafna það við sölureikninginn þannig að eftirstöðvar breytast. Þetta gæti verið dæmi þar sem hluta af vörum hafa verið skilað eða þar sem viðskiptamaður hefur greitt hluti af sölureikningi með millifærslu framhjá kröfu.
Þá mun kerfið leggja til að uppfæra upphæð kröfu skv. eftirstöðvum þessarar viðskiptamannafærslu.
Þegar er búið að framkvæma aðgerðir þá er staða kröfu ennþá opin en upphæð hefur breyst í eftirstöðvar.
5. Sækja kröfustöðu:
Hægt er að nota þessa aðgerð ef krafan hefur óvart verið meðhöndluð beint í banka (t.d. felld niður eða uppfærð í bankanum, ekki úr Dynamics 365 Business Central).
Með því að nota þessa aðgerð er hægt að sækja kröfustöðu þannig að allar kröfur stemma við stöðu þeirra í banka.
Eins er hægt að nota aðgerðina "Athuga stöðu kröfubunka" úr kröfubunka til að uppfæra stöðu allra krafna innan kröfubunka.
6. Lesa kröfur frá banka:
Í því tilfelli sem fyrirtækið er að taka upp nýtt kerfi og á ógreiddar kröfur í banka sem voru stofnaðar úr öðru kerfi er hægt að sækja þær frá banka.
Best er að stofna sér kröfubunka fyrir eldri kröfur og sækja þær þar inn.
Með því að sækja kröfur frá banka er hægt að halda áfram að meðhöndla þær beint frá Dynamics 365 Business Central (lesa inn kröfugreiðslur, fella niður...) og því nota sjálfvirkni í Bankakerfinu til að meðhöndla kröfu gagnvart banka og bóka greiðslur.
7. Keyra aðgerðartillögur og framkvæma aðgerðir sjálfkrafa
Það er hægt að setja upp verkraðara til þess að keyra þessar aðgerðir sjálfkrafa