Hoppa yfir í efni

Stillingar - Kröfur

Stillingar kröfugerð

alt text

Kröfu númeraröð:

Skilgreinir hvaða númeraröð á að nota fyrir kröfur. Þarf að vera nákvæmlega 6 stafir að lengd. Best er að nota 0000001 - 9999999 til að þurfa ekki að endurtaka númeraröðina eins oft.

Kröfubunka nr. röð:

Skilgreinir hvaða númeraröð á að nota fyrir kröfubunka. Má vera á hvaða format-i sem er.

Lágmarks upphæð kröfu:

Skilgreinir lágmarks upphæð sem verður að vera á sölureikningi til að krafa sé búin til. Reikningur sem er með lægri upphæð er ekki hægt að búa til kröfu á.

Útprentunargjald:

Skilgreinir útprentunargjald fyrir allar pappírskröfur á viðskiptamenn sem ekki hafa sérstillingar. Þetta gjald bætist við upprunalega upphæð.

Pappírslaus gjöld:

Skilgreinir gjöld á pappírslausum viðskiptum við viðskiptamenn sem ekki hafa sérstillingar. Þetta gjald bætist við upprunalega upphæð.

Annar kostnaður:

Skilgreinir annan kostnað sem á að bætast við á greiðsluseðli.

Athugasemd á greiðsluseðli:

Ef fyrirtæki vill láta birta sérstaka athugasemd á greiðsluseðli þá er fyllt út í þennan reit.

Innheimtuaðili:

Skilgreinir bankareikning sem er sjálfgefinn innheimtuaðili, hægt er að breyta í hverjum kröfubunka fyrir sig ef kröfubunki á að vinnast á öðrum innheimtuaðila.

Gjalddagi:

Skilgreinir eftir hversu marga daga gjalddagi á kröfu er. Reiknast frá þeim degi sem krafa er búin til. Ef 0D er sett þarna inn myndast krafa á gjalddaga reiknings. Þessar stillingar gilda ef viðskiptamenn hafa ekki sérstillingar.

Lágmarks tímabil gjaldaga:

Stysta tímabil frá stofnun kröfu til gjalddaga.

Niðurfellingar dagur:

Skilgreinir eftir hve marga daga krafa er felld niður sjálfkrafa í banka ef hún hefur ekki verið greidd. Oftast er notað 36M eða 48M. Athugið að ef er skilið tómt þá verður niðurfellingardagur sama dagsetning og er á eindaga.

Birta viðvörun þegar aðgerð er valin:

Birtir viðvörun um að aðgerð hafi verið valin á kröfu?

Framkvæma aðgerð strax:

Framkvæmir aðgerðir og sendir í banka um leið og þær eru valdar á hverri kröfu fyrir sig.

Hlutagreiðsla leyfileg sjálfkrafa:

Ef hakað er í þennan reit, þá skilar það sér á öllum stofnuðum kröfum sem merkjast svo í banka þannig að hlutagreiðsla kröfu er leyfð.

Kennitölureitur viðskiptamanns:

Ef kennitölureitur á viðskiptamannaspjaldi er ekki sama og Nr. þá er hægt að skilgreina hér hvaða reitur inniheldur kennitölu.

Nota sama dags bókun:

Ef hakað er í þennan reit verður krafa stofnuð um leið og sölureikningur hefur verið bókaður.

Kóti greiðslumáta:

Kóti greiðslumáta á viðskiptamannaspjaldi sem er notað af kerfinu til að stofna kröfu sjálfkrafa.

Stillingar kröfugreiðslur

alt text

Heiti bókarsniðmáts:

Skilgreinir bókarsniðmát fyrir inngreiðslubók þar sem kröfugreiðslur eru sendar til bókunar.

Heiti bókarkeyrslu:

Skilgreinir nafn á bókarkeyrslu tengdu bókarsniðmáti.

Númeraröð greiðslna:

Skilgreinir hvaða númeraröð á að nota fyrir greiðslur á kröfum.

Númeraröð fjármagns:

Skilgreinir hvaða númeraröð á að nota fyrir greiðslur á vöxtum sem safnast hafa á kröfur.

Fjárhagsreikningur vaxta:

Skilgreinir hvaða fjárhagsreikning vextir bókast á í inngreiðslubók.

Fjárhagsreikningur gjalda:

Skilgreinir hvaða fjárhagsreikning gjöld bókast á í inngreiðslubók.

Fjárhagsreikningur fjármagnstekjuskatts:

Skilgreinir hvaða fjárhagsreikning fjármangstekjuskattur bókast á í inngreiðslubók.

Mótreikningur gjalda:

Skilgreinir á móti hvaða fjárhagsreikningi innheimtukostnaður bókast.

Mótreikningur vaxta:

Skilgreinir á móti hvaða fjárhagsreikningi vextir bókast.

Forskeyti númers utanaðkomandi fylgiskjals f. vexti:

Ekki má nota sama fylgiskjalsnúmer á fleiri en eina línu. Því er þessu forskeyti bætt við vexti?

Forskeyti númers utanaðkomandi fylgiskjals f. gjöld:

Ekki má nota sama fylgiskjalsnúmer á fleiri en eina línu. Því er þessu forskeyti bætt við gjöld?

Eitt fylgiskjalsnúmer á bók:

Ef hakað er við þá verður eitt fylgiskjalsnúmer á öllum færslum í inngreiðslubókinni.

Lýsing færslu innheldur tegund greiðslu:

Ef hakað er við þá mun lýsing á kröfugreiðslu sem bókað er á viðskiptavini og fjárhag innihalda tegund greiðslu. T.d. greiðsla á kröfu mun byrja með Innb, greiðsla á vextir mun byrja með Vextir o.s.frv.

Leyfa bókun á lokaða viðskiptamenn:

Ef hakað er við þá mun kerfið leyfa bókun kröfugreiðslu inn á viðskiptamann sem hefur verið merktur lokaður.

Sjálfvirkni

Stofna kröfur sjálfkrafa:

Ef hakað er við þá mun kerfið stofna kröfur sjálfkrafa eftir að sölureikningar hafa verið bókaðar.

Kóti greiðslumáta:

Kóti greiðslumáta sem notað er til að stofna kröfur sjálfvirkt.

Sækja, færa og/eða bóka:

Þessi reitur er notaður í verkraðarfærslu til að sækja kröfugreiðslur sjálfkrafa. Möguleikar eru: Sækja, Sækja og færa í inngreiðslubók eða Sækja, færa í inngreiðslubók og Bóka inngreiðslubókina.