Afstemming kreditkorta
Hér verður farið yfir hvernig hægt sé að stemma af kreditkortafærslur út frá skrá sem er sótt hjá banka.
Aðgerðir
1. Setja upp kreditkorti sem bankareikning:
Athugaðu að það þarf að stofna sérstakan bókunarflokk bankareikninga sem þarf að tengja við mótreikning (bókhaldslykil). Ef það eru fleiri bókhaldslyklar (fleiri kreditkort), þá þarf að stofna fleiri bókunarflokka.
2. Stilla uppsetningu Bankakerfis fyrir kreditkort:
Á bankareikningsspjaldi fyrir kreditkort á að velja Tengt - Uppsetning Bankakerfis og fylla inn í reitinn "Færsluaðgengi" og "Sækja færslu Codeunit". Fyrir BC Saas er númer 87406, fyrir BC Onprem er númer 100039491 og fyrir appsource er númer 100041491.
3. Sækja kreditkortaskrá í heimabanka og vista það í tölvu:
Kreditkortaskrá er oftast .csv skrá sem hægt er að sækja í heimabanka.
4. Stofna kóta greiðslumáta VISA eða KORT fyrir innkaupareikninga og skrá mótreikning fyrir bókun:
Þegar innkaupareikningur er bókaður þarf að skrá kóta greiðslumáta VISA þannig að kerfið bóki mótbókun í fjárhagnum sjálfkrafa.
Í tengdum færslum er hægt að sjá mótbókun.
5. Opna Afstemmingu, velja kreditkort í bankareikningi og lesa inn færslur:
Eftir innlestur tekur venjulega afstemming við með sjálfvirka jöfnun eða handvirka jöfnun.