Hoppa yfir í efni

Afstemming

Hér verður farið yfir hvernig hægt er að stemma auðveldlega af bankareikninga í Bankakerfinu.

Aðgerðir

1. Lesa inn bankafærslur:

alt text

alt text

Velja þarf bankareikning og tímabil sem á að sækja bankafærslur frá banka.

Bankafærslur sem hafa verið stemmdar af í kerfinu eru ekki sóttar aftur.

2. Sjálfvirk jöfnun:

Þegar bankafærslur hafa verið sóttar þá sjást þær vinstra megin í forminu. Hægra megin sjást bankahreyfingar í Microsoft Dynamics 365 Business Central.

Aðal málið er því að stemma saman milli bankahreyfinga úr banka og í Dynamics 365 Business Central þannig að bæði form verða tóm.

alt text

Fyrst er keyrð sjálfvirk jöfnun.

Kerfið notar Stillingar - Afstemming til að jafna. T.d. ef það stendur 3D í reitnum "Mesti leyfilegi dagsetningarmunur" þá getur kerfið jafnað færslur sem eru með sömu upphæð og innan 3ja daga. Þetta er gert vegna færslna sem eru bókaðar í banka t.d. á föstudegi en koma bara fram á yfirliti á mánudegi.

Þegar sjálfvirkri jöfnun er lokið verða eftir bankafærslur sem kerfið nær ekki að jafna sjálfkrafa.

3. Handvirk jöfnun:

alt text

Stundum getur kerfið ekki jafnað sjálfkrafa en starfsmaður getur valið færslur handvirkt. Best er að merkja bankafærslu úr Dynamics 365 Business Central og bankafærslu úr banka og velja aðgerðina "Staðfesta jöfnun". Við það hverfa færslur úr forminu.

4. Bóka millifærslur gegnum afstemmingu:

Oftast verða millifærslur eftir í bankahreyfingum frá banka. Það er góð leið að nota afstemmingu til að bóka millifærslur í greiðslubók.

alt text

Ef á að færa allar bankafærslur í einu lagi í sömu greiðslu þá má velja aðgerðina "Færa í greiðslubók".

Hægt er að merkja færslur sem á að færa í greiðslubók. Þá er valin aðgerðin "Flytja markað í greiðslubók". Best er að afmarka fyrst viðskiptamannafærslur og velja þá inngreiðslubók. Svo er hægt að færa lánardrottnafærslur og velja útgreiðslubók (vegna útgreiðslna sem hafa verið framkvæmdar beint í banka og ekki bókað í Dynamics 365 Business Central).

alt text

Þegar færslur eru komnar í greiðslubók er hægt að finna jöfnunarfærslu (t.d. sölureikning sem hefur verið greiddur með millifærslu) og bóka.

alt text