Hoppa yfir í efni

Stilla dagsetningu á kröfum

Hér verður lýst hvernig hægt er að stilla gjalddaga og eindaga á kröfum.

Aðgerðir

1. Búa til sölureikning og reikna gjalddaga:

alt text

Gjalddagi á sölureikningi reiknast út frá kóta greiðsluskilmála reiknings (sem erfist frá viðskiptamannaspjaldi). Útreikningur gjalddaga er settur inn (t.d. 1D eða 7D eða LM).

Þegar bókunardagsetning er sett inn á sölureikning reiknast gjalddagi sjálfkrafa.

Eindagi er ekki til í Microsoft Dynamics 365 Business Central þar sem það er íslenskt fyrirbæri, bara gjalddagi.

alt text

2. Búa til kröfu og reikna eindaga.

2.1. Útreikningur eindaga fyrir allt kerfið í Stillingar - Kröfur:

Ef láta á kerfið reikna út eindaga eins fyrir alla viðskiptavini er best að stilla það í Stillingar - Kröfur.

  • Eindagi á að vera sami og gjalddagi reiknings.

alt text

Ef reiturinn Gjalddagi í Stillingar - Kröfur er skilinn eftir tómur þá gildir gjalddagi reiknings sem eindagi kröfu.

alt text

  • Eindagi á að reiknast út frá gjalddaga.

alt text

Ef reiturinn "Gjalddagi" í Stillingar - Kröfur er fylltur út þá reiknast eindagi kröfu m.v. útreikning, t.d. 5D er 5 daga eftir gjalddaga.

alt text

2.2 Útreikningur eindaga per viðskiptavin:

Það er hægt að setja upp sérstillingar á viðskiptamannaspjaldi þannig að útreikningur gjalddaga sé bara fyrir hann (eða fyrir hóp viðskiptavina). Sú stilling hefur forgang á allar Stillingar - Kröfur.

alt text

Þegar krafa er stofnuð reiknast eindagi út frá gjalddaga skv. bankastillingum viðskiptamanns.

alt text