Senda samþykktabeiðni
Þegar samþykkjandahópur hefur verið valinn er hægt að senda samþykktabeiðni.
Reiturinn "Senda samþykktir" fyllist sjálfkrafa út með næsta notanda sem á að samþykkja. Þegar samþykktabeiðni er send fyrst er það fyllt út með notanda sem er nr. 1 í röðinni í samþykkjandahóp.
Samþykktanotandi fær tölvupóst með beiðni til samþykktar ef sú virkni hefur verið sett upp í kerfinu.
Staðan á reikningi breytist í "Bíður samþykkis".
Skv. verkflæði er ekki hægt að bóka reikning sem bíður samþykkis, hann þarf fyrst að vera samþykktur.
Notandi sér samþykktabeiðni í "Beiðnir til samþykktar" hjá sér. Sjá nánari lýsingu hér.
Hægt er að sjá þetta ferli í samþykktum. Sjá nánari lýsingu hér.